Sigríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin af stjórn Arion banka sem innri endurskoðandi bankans og mun hún hefja störf fljótlega á nýju ári.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að Sigríður hafi verið innri endurskoðandi Marel frá árinu 2010.
„Áður starfaði hún hjá Alcoa m.a. við innra eftirlit og í innri endurskoðun hjá Landsbankanum. Sigríður situr í endurskoðunarnefndum Stefnis og Sparisjóðs Austurlands.
Sigríður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í reikningskilum og fjármálum frá London School of Economics and Political Science. Hún er jafnframt vottaður innri endurskoðandi (CIA),“ segir í tilkynningunni.
Sigríður ráðin innri endurskoðandi Arion banka
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið


„Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5
Viðskipti innlent

Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið
Viðskipti innlent

Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði
Viðskipti innlent


Á ég að greiða inn á lánið eða spara?
Viðskipti innlent

Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun
Viðskipti innlent


Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans
Viðskipti innlent
