Viðskipti innlent

Iceland­air og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Flugvélafloti Icelandair á Keflaví­kurflugvelli.
Flugvélafloti Icelandair á Keflaví­kurflugvelli. fréttablaðið/ernir
Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um næstum þrjú prósent og virði allra nema tveggja félaga hafði rýrnað þegar markaðir lokuðu.

Mesta lækkunin varð á virði bréfa í Icelandair. Eftir um 417 milljón króna viðskipti nam lækkunin næstum 13 prósentum. Ekki þarf að leita lengi að skýringum - greint var frá því í morgun að fallið hafi verið frá kaupum félagsins á WOW air. Bréf í Icelandair höfðu hækkað nokkuð skarpt frá upphafi mánaðar, þegar fyrst var greint frá viðræðum við WOW. Gengi bréfanna var rúmlega 6 krónur fyrir WOW-viðræðurnar en rauk upp í rúmlega 11 krónur. Nú standa bréfin í um 10 krónum á hlut.

Tíðindi morgunsins höfðu ekki aðeins áhrif á gengi bréfa Icelandair. Næst mesta lækkunin í dag varð á bréfum Festi, sem áður hét N1. Félagið sérhæfir sig í sölu á eldsneyti og meðal stærstu viðskiptavina Festi er fyrrnefnt WOW air. Óvissan um framtíð flugfélagsins, sem greinanda varð tíðrætt um í samtali við Vísi í morgun, virðist þannig hafa grafið undan Festi. Þar að auki sendi Festi frá sér afkomutilkynningu í gær, sem olli vonbrigðum fjárfesta. Viðskipti með bréf í félaginu námu rúmum 800 milljónum í lok dags - sem eru um tvöfalt meiri viðskipti en með bréf Icelandair.

Sem fyrr segir er rautt á nánast öllum tölum og lækkuðu bréf allra félaga, nema tveggja; Heimavalla og Marel. Virði bréfa í fyrrnefnda félaginu stóð í stað á meðan Marel hækkaði um 0,4 prósent.

Vendingar dagsins hafa að sama skapi bitnað á gengi krónunnar. Hún hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum; næstum prósent gagnvart evru og dönsku krónunni og um 0,4 gagnvart þeirri sænsku og pundinu. Bandaríkjadalurinn styrktist þó aðeins um 0,18 prósent í dag.

Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fj.
Velta*
Verð*
ISB
1,42
47
894.035
128,6
ICEAIR
1,21
74
144.572
1,93
SKEL
1,19
5
2.120
17,0
REGINN
1,08
7
62.474
37,4
REITIR
1,05
5
26.576
96,5

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fj.
Velta*
Verð*
ICESEA
-1,48
6
11.778
13,3
SVN
-0,99
13
47.940
100,0
ARION
0
40
369.132
175,0
EIM
0
6
19.907
565,0
FESTI
0
4
56.120
244,0

Tengdar fréttir

„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×