Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 16:12 Flugvélafloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli. fréttablaðið/ernir Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um næstum þrjú prósent og virði allra nema tveggja félaga hafði rýrnað þegar markaðir lokuðu. Mesta lækkunin varð á virði bréfa í Icelandair. Eftir um 417 milljón króna viðskipti nam lækkunin næstum 13 prósentum. Ekki þarf að leita lengi að skýringum - greint var frá því í morgun að fallið hafi verið frá kaupum félagsins á WOW air. Bréf í Icelandair höfðu hækkað nokkuð skarpt frá upphafi mánaðar, þegar fyrst var greint frá viðræðum við WOW. Gengi bréfanna var rúmlega 6 krónur fyrir WOW-viðræðurnar en rauk upp í rúmlega 11 krónur. Nú standa bréfin í um 10 krónum á hlut. Tíðindi morgunsins höfðu ekki aðeins áhrif á gengi bréfa Icelandair. Næst mesta lækkunin í dag varð á bréfum Festi, sem áður hét N1. Félagið sérhæfir sig í sölu á eldsneyti og meðal stærstu viðskiptavina Festi er fyrrnefnt WOW air. Óvissan um framtíð flugfélagsins, sem greinanda varð tíðrætt um í samtali við Vísi í morgun, virðist þannig hafa grafið undan Festi. Þar að auki sendi Festi frá sér afkomutilkynningu í gær, sem olli vonbrigðum fjárfesta. Viðskipti með bréf í félaginu námu rúmum 800 milljónum í lok dags - sem eru um tvöfalt meiri viðskipti en með bréf Icelandair. Sem fyrr segir er rautt á nánast öllum tölum og lækkuðu bréf allra félaga, nema tveggja; Heimavalla og Marel. Virði bréfa í fyrrnefnda félaginu stóð í stað á meðan Marel hækkaði um 0,4 prósent. Vendingar dagsins hafa að sama skapi bitnað á gengi krónunnar. Hún hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum; næstum prósent gagnvart evru og dönsku krónunni og um 0,4 gagnvart þeirri sænsku og pundinu. Bandaríkjadalurinn styrktist þó aðeins um 0,18 prósent í dag. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0 Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um næstum þrjú prósent og virði allra nema tveggja félaga hafði rýrnað þegar markaðir lokuðu. Mesta lækkunin varð á virði bréfa í Icelandair. Eftir um 417 milljón króna viðskipti nam lækkunin næstum 13 prósentum. Ekki þarf að leita lengi að skýringum - greint var frá því í morgun að fallið hafi verið frá kaupum félagsins á WOW air. Bréf í Icelandair höfðu hækkað nokkuð skarpt frá upphafi mánaðar, þegar fyrst var greint frá viðræðum við WOW. Gengi bréfanna var rúmlega 6 krónur fyrir WOW-viðræðurnar en rauk upp í rúmlega 11 krónur. Nú standa bréfin í um 10 krónum á hlut. Tíðindi morgunsins höfðu ekki aðeins áhrif á gengi bréfa Icelandair. Næst mesta lækkunin í dag varð á bréfum Festi, sem áður hét N1. Félagið sérhæfir sig í sölu á eldsneyti og meðal stærstu viðskiptavina Festi er fyrrnefnt WOW air. Óvissan um framtíð flugfélagsins, sem greinanda varð tíðrætt um í samtali við Vísi í morgun, virðist þannig hafa grafið undan Festi. Þar að auki sendi Festi frá sér afkomutilkynningu í gær, sem olli vonbrigðum fjárfesta. Viðskipti með bréf í félaginu námu rúmum 800 milljónum í lok dags - sem eru um tvöfalt meiri viðskipti en með bréf Icelandair. Sem fyrr segir er rautt á nánast öllum tölum og lækkuðu bréf allra félaga, nema tveggja; Heimavalla og Marel. Virði bréfa í fyrrnefnda félaginu stóð í stað á meðan Marel hækkaði um 0,4 prósent. Vendingar dagsins hafa að sama skapi bitnað á gengi krónunnar. Hún hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum; næstum prósent gagnvart evru og dönsku krónunni og um 0,4 gagnvart þeirri sænsku og pundinu. Bandaríkjadalurinn styrktist þó aðeins um 0,18 prósent í dag. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
„Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00