Viðskipti innlent

Samruni Haga og Olís samþykktur

Kjartan Kjartansson skrifar
Á meðal þeirra verslana sem Högum var gert að selja var Bónus við Hallveigarstíg.
Á meðal þeirra verslana sem Högum var gert að selja var Bónus við Hallveigarstíg. Fréttablaðið/Sigtryggur

Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag að skilyrði sem það setti fyrir samruna Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV hefðu verið uppfyllt. Hagar greiða 10,6 milljarða króna fyrir Olís og DGV en  samþykki Samkeppniseftirlitsins voru háð skilyrðum sem var ætlað að ryðja samkeppnishindrunum úr vegi.

Um eitt og hálft ár er liðið frá því að kaupsamningar um viðskiptin voru undirritaðir. Hagar gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið í september. Hún fól meðal annars í sér að Hagar þurftu að selja þrjár dagvöruverslanir sínar, dagvöruhluta verslunar Olís í Stykkishólmi og fimm eldsneytisstöðvar Olís.

Skilyrði var um að hæfur kaupandi fyndist að eignunum sem væri líklegur til að veita Högum samkeppni. Hagar sömdu í kjölfarið við Atlantsolíu um kaup á eldsneytisstöðvunum og við Ísborg ehf. um kaup á dagvöruverslununum.

Að undangenginni frekari athugun féllst Samkeppniseftirlitið á að Atlantsolía uppfyllti skilyrði sáttarinnar en óskað var frekari gagna vegna Ísborgar. Í kjölfar þeirrar athugunar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Ísborg uppfyllti ekki kröfur um hæfi kaupanda eignanna.

Ástæðan var meðal annars efasemdir um Ísborg væri óháð Högum, einkum vegna tengsla fyrirsvarsmanns Ísborgar við óbeinan hluthafa í Högum. Að mati Samkeppniseftirlitsins girða umrædd tengsl ekki fyrir viðskiptin.

„Í ljósi framangreinds er samrunaaðilum nú heimilt að framkvæma fyrrgreindan samruna Haga og Olís,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.