Telur ólíklegt að Icelandair og WOW verði rekin sem tvö félög til frambúðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 11:15 Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum að því er fram kom í tilkynningu um kaupin. Vísir/Vilhelm Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og reynslubolti í fluggeiranum telur ólíklegt að Icelandair og WOW Air verði rekin sem tvö mismunandi vörumerki til frambúðar í kjölfar samruna félaganna. Sem kunnugt er var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air á mánudaginn í síðustu viku en í tilkynningu um kaupin kom meðal annars fram að gert væri ráð fyrir að félögin yrðu áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Ýmsir hafa talið líklegt að Icelandair muni fylgja straumum og stefnum í flugheiminum með því að reka Wow áfram sem lággjaldaflugfélag sem geri það að verkum að Icelandair geti einblínt á að auka þjónustu og ná þannig til kúnna sem vilji greiða meira fyrir flug.Heimurinn telur Icelandair vera lággjaldaflugfélagJón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jón Karl, sem var gestur á Sprengisandi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, aðalhagfræðingu Kviku í morgun, er hins vegar efins um þetta. „Ímynd Icelandair út í þessum stóra heimi er lággjaldaflugfélag,“ segir Jón Karl sem á árum áður var forstjóri Icelandair Group. „Það eru bara Íslendingar sem halda að þetta sé lúxusfélag,“ skaut Kristrún þá inn um Icelandair. „Ég held ef ég á að vera alveg hreinskilinn, að það að halda úti tveimur vörumerkjum á markaði sem erfitt er að komast inn á til lengri tíma litið væri ekkert rosalega gáfulegt,“ sagði Jón Karl. Hann vildi þó ekki spá fyrir um hvenær félögin yrðu látin renna saman í eitt eða hvort sú þróun gæti verið hæg eða hröð. Það væri þó ýmsum vandkvæðum bundið að ætla sér að reka tvö flugfélög.„Til lengri tíma litið held ég að það verði ekki niðurstaðan að það verði rekin tvö mismunandi vörumerki. Ég held að það verði bara alltof dýrt að koma því á framfæri á þessum mörkuðum þar sem auglýsingapláss og vitneskja kostar bara meiri peninga,“ sagði Jón Karl.Aðallega í samkeppni við erlend flugfélög Jón Karl og Kristrún fóru um víðan völl í viðtalinu um stöðu Icelandair og WOW. Voru þau bæði tiltöluleg jákvæð í garð samrunans, ekki síst með tilliti til þess að staða WOW air virðist hafa verið orðin þröng undir það síðasta. Horfa þyrfti til þess að stór hluti starfsemi félaganna snerist um samkeppni við erlend flugfélög. „Stóra spurningin snýr kannski að því hvort við viljum vera með eitt sterkt innlent félag sem getur staðið upp í erlendri samkeppni sem fyrst og fremst þetta félag er og þessi bæði félög eru,“ sagði Kristrún. „Eða hvort viljum að þau séu bæði í erlendri samkeppni og innbyrðis samkeppni?“ Hlusta má á viðtalið við þau hér fyrir ofan og neðan en það er í tveimur hlutum. Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. 9. nóvember 2018 09:56 Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. 8. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og reynslubolti í fluggeiranum telur ólíklegt að Icelandair og WOW Air verði rekin sem tvö mismunandi vörumerki til frambúðar í kjölfar samruna félaganna. Sem kunnugt er var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air á mánudaginn í síðustu viku en í tilkynningu um kaupin kom meðal annars fram að gert væri ráð fyrir að félögin yrðu áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Ýmsir hafa talið líklegt að Icelandair muni fylgja straumum og stefnum í flugheiminum með því að reka Wow áfram sem lággjaldaflugfélag sem geri það að verkum að Icelandair geti einblínt á að auka þjónustu og ná þannig til kúnna sem vilji greiða meira fyrir flug.Heimurinn telur Icelandair vera lággjaldaflugfélagJón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jón Karl, sem var gestur á Sprengisandi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, aðalhagfræðingu Kviku í morgun, er hins vegar efins um þetta. „Ímynd Icelandair út í þessum stóra heimi er lággjaldaflugfélag,“ segir Jón Karl sem á árum áður var forstjóri Icelandair Group. „Það eru bara Íslendingar sem halda að þetta sé lúxusfélag,“ skaut Kristrún þá inn um Icelandair. „Ég held ef ég á að vera alveg hreinskilinn, að það að halda úti tveimur vörumerkjum á markaði sem erfitt er að komast inn á til lengri tíma litið væri ekkert rosalega gáfulegt,“ sagði Jón Karl. Hann vildi þó ekki spá fyrir um hvenær félögin yrðu látin renna saman í eitt eða hvort sú þróun gæti verið hæg eða hröð. Það væri þó ýmsum vandkvæðum bundið að ætla sér að reka tvö flugfélög.„Til lengri tíma litið held ég að það verði ekki niðurstaðan að það verði rekin tvö mismunandi vörumerki. Ég held að það verði bara alltof dýrt að koma því á framfæri á þessum mörkuðum þar sem auglýsingapláss og vitneskja kostar bara meiri peninga,“ sagði Jón Karl.Aðallega í samkeppni við erlend flugfélög Jón Karl og Kristrún fóru um víðan völl í viðtalinu um stöðu Icelandair og WOW. Voru þau bæði tiltöluleg jákvæð í garð samrunans, ekki síst með tilliti til þess að staða WOW air virðist hafa verið orðin þröng undir það síðasta. Horfa þyrfti til þess að stór hluti starfsemi félaganna snerist um samkeppni við erlend flugfélög. „Stóra spurningin snýr kannski að því hvort við viljum vera með eitt sterkt innlent félag sem getur staðið upp í erlendri samkeppni sem fyrst og fremst þetta félag er og þessi bæði félög eru,“ sagði Kristrún. „Eða hvort viljum að þau séu bæði í erlendri samkeppni og innbyrðis samkeppni?“ Hlusta má á viðtalið við þau hér fyrir ofan og neðan en það er í tveimur hlutum.
Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. 9. nóvember 2018 09:56 Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. 8. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15
Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. 9. nóvember 2018 09:56
Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. 8. nóvember 2018 13:50