Samdráttur í þýsku efnahagslífi í fyrsta sinn síðan 2015 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 10:57 Angela Merkel, kanslari Þýskaland, hefur mögulega einhverjar áhyggjur af efnahagslífi landsins þessa dagana. vísir/epa Svo virðist sem að kólnandi hagkerfi séu víðar en á Íslandi, þar á meðal í Þýskalandi en erlendir fjölmiðlar greina nú frá því að samdráttur mælist nú í þýsku efnahagslífi í fyrsta sinn frá árinu 2015. Á þriðja ársfjórðungi dróst verg landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent en á öðrum ársfjórðungi var hagvöxtur 0,5 prósent. Samdráttur hefur ekki verið meiri á þriggja mánaða tímabili í Þýskalandi frá því á fyrsta ársfjórðungi 2013 þegar hann var 0,3 prósent, samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. Frá því í júlí og þar til í september dróst útflutningur saman í Þýskalandi á meðan að innflutningur jókst en landið er vel þekkt sem einn stærsti útflytjanda vara og þjónustu í heiminum. Þýska hagstofan rekur samdráttinn meðal annars til þessa sem og minni einkaneyslu Þjóðverja á meðan fyrirtæki og hið opinbera standa í fjárfestingum. Þýskaland er stærsta hagkerfi evrusvæðisins og þó að samdráttinn megi meðal annars rekja til tímabundinna aðstæðna eins og nýrrar reglugerðar um útblástur bíla sem hefur áhrif á bílaiðnað landsins, vara hagfræðingar við því að blikur séu á lofti í efnahagslífinu. „Vandamál sem sköpuðust varðandi útblásturinn höfðu mikil áhrif á bílaframleiðslu, hærra orkuverð þurrkaði algjörlega út launahækkanir fólks og svo má ekki vanmeta minnkandi sjálfstraust hjá þjóðinni vegna heimsmeistarakeppninnar í fótbolta,“ segir Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur hollenska bankans ING í Þýskalandi. Þjóðverjar komust ekki í 16 liða úrslit á HM í Rússlandi í sumar sem hefur varla haft góð áhrif á þýsku þjóðarsálina, sem hefur svo hugsanlega haft áhrif á einkaneyslu fólks. Þýskaland Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Svo virðist sem að kólnandi hagkerfi séu víðar en á Íslandi, þar á meðal í Þýskalandi en erlendir fjölmiðlar greina nú frá því að samdráttur mælist nú í þýsku efnahagslífi í fyrsta sinn frá árinu 2015. Á þriðja ársfjórðungi dróst verg landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent en á öðrum ársfjórðungi var hagvöxtur 0,5 prósent. Samdráttur hefur ekki verið meiri á þriggja mánaða tímabili í Þýskalandi frá því á fyrsta ársfjórðungi 2013 þegar hann var 0,3 prósent, samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. Frá því í júlí og þar til í september dróst útflutningur saman í Þýskalandi á meðan að innflutningur jókst en landið er vel þekkt sem einn stærsti útflytjanda vara og þjónustu í heiminum. Þýska hagstofan rekur samdráttinn meðal annars til þessa sem og minni einkaneyslu Þjóðverja á meðan fyrirtæki og hið opinbera standa í fjárfestingum. Þýskaland er stærsta hagkerfi evrusvæðisins og þó að samdráttinn megi meðal annars rekja til tímabundinna aðstæðna eins og nýrrar reglugerðar um útblástur bíla sem hefur áhrif á bílaiðnað landsins, vara hagfræðingar við því að blikur séu á lofti í efnahagslífinu. „Vandamál sem sköpuðust varðandi útblásturinn höfðu mikil áhrif á bílaframleiðslu, hærra orkuverð þurrkaði algjörlega út launahækkanir fólks og svo má ekki vanmeta minnkandi sjálfstraust hjá þjóðinni vegna heimsmeistarakeppninnar í fótbolta,“ segir Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur hollenska bankans ING í Þýskalandi. Þjóðverjar komust ekki í 16 liða úrslit á HM í Rússlandi í sumar sem hefur varla haft góð áhrif á þýsku þjóðarsálina, sem hefur svo hugsanlega haft áhrif á einkaneyslu fólks.
Þýskaland Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira