Samdráttur í þýsku efnahagslífi í fyrsta sinn síðan 2015 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 10:57 Angela Merkel, kanslari Þýskaland, hefur mögulega einhverjar áhyggjur af efnahagslífi landsins þessa dagana. vísir/epa Svo virðist sem að kólnandi hagkerfi séu víðar en á Íslandi, þar á meðal í Þýskalandi en erlendir fjölmiðlar greina nú frá því að samdráttur mælist nú í þýsku efnahagslífi í fyrsta sinn frá árinu 2015. Á þriðja ársfjórðungi dróst verg landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent en á öðrum ársfjórðungi var hagvöxtur 0,5 prósent. Samdráttur hefur ekki verið meiri á þriggja mánaða tímabili í Þýskalandi frá því á fyrsta ársfjórðungi 2013 þegar hann var 0,3 prósent, samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. Frá því í júlí og þar til í september dróst útflutningur saman í Þýskalandi á meðan að innflutningur jókst en landið er vel þekkt sem einn stærsti útflytjanda vara og þjónustu í heiminum. Þýska hagstofan rekur samdráttinn meðal annars til þessa sem og minni einkaneyslu Þjóðverja á meðan fyrirtæki og hið opinbera standa í fjárfestingum. Þýskaland er stærsta hagkerfi evrusvæðisins og þó að samdráttinn megi meðal annars rekja til tímabundinna aðstæðna eins og nýrrar reglugerðar um útblástur bíla sem hefur áhrif á bílaiðnað landsins, vara hagfræðingar við því að blikur séu á lofti í efnahagslífinu. „Vandamál sem sköpuðust varðandi útblásturinn höfðu mikil áhrif á bílaframleiðslu, hærra orkuverð þurrkaði algjörlega út launahækkanir fólks og svo má ekki vanmeta minnkandi sjálfstraust hjá þjóðinni vegna heimsmeistarakeppninnar í fótbolta,“ segir Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur hollenska bankans ING í Þýskalandi. Þjóðverjar komust ekki í 16 liða úrslit á HM í Rússlandi í sumar sem hefur varla haft góð áhrif á þýsku þjóðarsálina, sem hefur svo hugsanlega haft áhrif á einkaneyslu fólks. Þýskaland Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Svo virðist sem að kólnandi hagkerfi séu víðar en á Íslandi, þar á meðal í Þýskalandi en erlendir fjölmiðlar greina nú frá því að samdráttur mælist nú í þýsku efnahagslífi í fyrsta sinn frá árinu 2015. Á þriðja ársfjórðungi dróst verg landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent en á öðrum ársfjórðungi var hagvöxtur 0,5 prósent. Samdráttur hefur ekki verið meiri á þriggja mánaða tímabili í Þýskalandi frá því á fyrsta ársfjórðungi 2013 þegar hann var 0,3 prósent, samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. Frá því í júlí og þar til í september dróst útflutningur saman í Þýskalandi á meðan að innflutningur jókst en landið er vel þekkt sem einn stærsti útflytjanda vara og þjónustu í heiminum. Þýska hagstofan rekur samdráttinn meðal annars til þessa sem og minni einkaneyslu Þjóðverja á meðan fyrirtæki og hið opinbera standa í fjárfestingum. Þýskaland er stærsta hagkerfi evrusvæðisins og þó að samdráttinn megi meðal annars rekja til tímabundinna aðstæðna eins og nýrrar reglugerðar um útblástur bíla sem hefur áhrif á bílaiðnað landsins, vara hagfræðingar við því að blikur séu á lofti í efnahagslífinu. „Vandamál sem sköpuðust varðandi útblásturinn höfðu mikil áhrif á bílaframleiðslu, hærra orkuverð þurrkaði algjörlega út launahækkanir fólks og svo má ekki vanmeta minnkandi sjálfstraust hjá þjóðinni vegna heimsmeistarakeppninnar í fótbolta,“ segir Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur hollenska bankans ING í Þýskalandi. Þjóðverjar komust ekki í 16 liða úrslit á HM í Rússlandi í sumar sem hefur varla haft góð áhrif á þýsku þjóðarsálina, sem hefur svo hugsanlega haft áhrif á einkaneyslu fólks.
Þýskaland Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira