Arion gefur út víkjandi skuldabréf Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 16:42 Útgáfunni er ætlað að styrka eiginfjárstöðu bankans. Vísir/Eyþór Arion banki gaf í dag út skuldabréf eiginfjárþáttar 2 að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna. Skuldabréfin eru gefin út til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár. Skuldabréfin, sem eru fyrsta víkjandi útgáfa Arion banka, eru með fljótandi vexti, 310 punkta ofan á millibankavexti í sænskum krónum. Nordea, Swedbank og SEB sáu um útgáfuna fyrir hönd bankans. „Útgáfa skuldabréfanna styrkir eiginfjárgrunn bankans og er áfangi í vegferð hans að ná fram hagkvæmri skipan eiginfjár,“ segir í tilkynningu sem bankinn sendi til Kauphallarinnar vegna útgáfunnar. Skuldabréfin teljast til eiginfjárþáttar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki en bankinn gerir ráð fyrir að útgáfan fái lánshæfiseinkunnina BBB- frá S&P Global Ratings. Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöllinni í Lúxemborg þann 22 nóvember 2018.Samið við Citi Þá hefur Arion banki jafnframt samið við Citigroup Global Markets Limited um ráðgjöf vegna fyrirhugaðra breytinga á eignarhaldi Valitor, dótturfélagi Arion banka, sem gætu falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár eða öllu hlutafé í Valitor. Þar með eru fréttir Markaðarins staðfestar, en greint var frá samningi Citi og Arion í gær. Í tilkynningu frá Arion vegna málsins segir að nánari upplýsingar um málið muni liggja fyrir eftir 6 til 12 mánuði. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. 24. október 2018 07:00 Þýskur banki í hóp stærstu hluthafa Arion banka Þýska fjármálafyrirtækið MainFirst Bank fer með eins prósents eignarhlut í Arion banka, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa bankans 14. nóvember 2018 09:00 Citi ráðgjafi við sölu á Valitor Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið. 14. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Arion banki gaf í dag út skuldabréf eiginfjárþáttar 2 að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna. Skuldabréfin eru gefin út til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár. Skuldabréfin, sem eru fyrsta víkjandi útgáfa Arion banka, eru með fljótandi vexti, 310 punkta ofan á millibankavexti í sænskum krónum. Nordea, Swedbank og SEB sáu um útgáfuna fyrir hönd bankans. „Útgáfa skuldabréfanna styrkir eiginfjárgrunn bankans og er áfangi í vegferð hans að ná fram hagkvæmri skipan eiginfjár,“ segir í tilkynningu sem bankinn sendi til Kauphallarinnar vegna útgáfunnar. Skuldabréfin teljast til eiginfjárþáttar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki en bankinn gerir ráð fyrir að útgáfan fái lánshæfiseinkunnina BBB- frá S&P Global Ratings. Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöllinni í Lúxemborg þann 22 nóvember 2018.Samið við Citi Þá hefur Arion banki jafnframt samið við Citigroup Global Markets Limited um ráðgjöf vegna fyrirhugaðra breytinga á eignarhaldi Valitor, dótturfélagi Arion banka, sem gætu falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár eða öllu hlutafé í Valitor. Þar með eru fréttir Markaðarins staðfestar, en greint var frá samningi Citi og Arion í gær. Í tilkynningu frá Arion vegna málsins segir að nánari upplýsingar um málið muni liggja fyrir eftir 6 til 12 mánuði.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. 24. október 2018 07:00 Þýskur banki í hóp stærstu hluthafa Arion banka Þýska fjármálafyrirtækið MainFirst Bank fer með eins prósents eignarhlut í Arion banka, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa bankans 14. nóvember 2018 09:00 Citi ráðgjafi við sölu á Valitor Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið. 14. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. 24. október 2018 07:00
Þýskur banki í hóp stærstu hluthafa Arion banka Þýska fjármálafyrirtækið MainFirst Bank fer með eins prósents eignarhlut í Arion banka, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa bankans 14. nóvember 2018 09:00
Citi ráðgjafi við sölu á Valitor Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið. 14. nóvember 2018 10:00