Viðskipti innlent

Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á Vísi.
Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á Vísi. VÍSIR/HANNA

Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjarskiptafyrirtækinu Sýn. Sé miðað við gengi gærdagsins má ætla að viðskiptin nemi rúmlega 20 milljónum króna.

Eftir viðskiptin á Birta 5,2 prósenta hlut í Sýn og voru viðskiptin því flögguð í Kauphöllinni í morgun. Birta er eftir viðskiptin orðinn sjöundi stærsti hluthafinn í félaginu. Fjárfestingasjóðurinn Lansdowne er stærsti hluthafinn í Sýn með 12,18 prósenta hlut og annar lífeyrissjóður, Gildi, er sá næst stærsti með rúmlega 11 prósent.

Það hefur ekki blásið byrlega um bréf í Sýn það sem af er degi. Bréfin hafa fallið um 9,7 prósent í rúmlega 70 milljóna viðskiptum frá því að markaðir opnuðu í morgun. Ætla má að lækkunina megi rekja til afkomuviðvörunar sem Sýn sendi frá sér í gær. Í henni kom fram að útlit væri fyrir að EBIDTA félagsins, rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, yrði lægri en gert hafi verið ráð fyrir.

Vísir er í eigu Sýnar hf.


Tengdar fréttir

Selja í Sýn og kaupa í Högum

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,27
1
458
SIMINN
2,25
25
930.473
BRIM
1,39
2
349
MAREL
1,38
24
571.432
REITIR
1,22
3
123.480

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,59
3
186.188
TM
-0,63
1
712
KVIKA
0
4
5.881
ICEAIR
0
15
58.432
EIK
0
2
51.510
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.