Með flóknari samrunamálum hér á landi Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 6. nóvember 2018 07:15 Tilkynnt var um kaup Icelandair á WOW air í gær en kaupin eru meðal annars háð skilyrði Samkeppniseftirlitsins. vísir/vilhelm „Þetta er með flóknari samrunum til þess að eiga við,“ segir Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, um kaup Icelandair Group á WOW air. Því sé spurning hvort Samkeppniseftirlitið vísi málinu til eftirlitsstofnunar EFTA sem taki það til ítarlegrar skoðunar í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Það væri einfaldast að gera það af því að það eru svo margir markaðir í Evrópu sem koma við sögu í málinu. Hver flugleið – borg til borgar – er sérstakur markaður sem þarf að rannsaka nánar,“ nefnir Eggert. Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. Samkeppniseftirlitið hefur í nokkrum tilfellum fallist á slík sjónarmið.Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti.Eggert segir að jafnvel þótt Icelandair byggi á því að WOW sé félag á fallanda fæti í skilningi samkeppnisréttar þá verði samkeppnisyfirvöld samt sem áður að kanna hvort önnur félög séu tilbúin til þess að taka yfir flugleiðir eða flugvélastæði WOW áður en kaupin verði samþykkt. Ekki sé sjálfgefið að Icelandair fái að eignast að fullu leiðir eða stæði WOW. Í því sambandi bendir Eggert á að Lufthansa hafi í fyrra þurft að gefa nokkur stæði eftir til þess að kaup félagsins á eignum Air Berlin hlytu náð fyrir augum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, bendir á að samanlögð markaðshlutdeild flugfélaganna tveggja sé um 80 prósent á Keflavíkurflugvelli og „undir venjulegum kringumstæðum hefði maður haldið að eftirlitið legði ekki blessun sína yfir slíkt,“ nefnir hann. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Þetta er með flóknari samrunum til þess að eiga við,“ segir Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, um kaup Icelandair Group á WOW air. Því sé spurning hvort Samkeppniseftirlitið vísi málinu til eftirlitsstofnunar EFTA sem taki það til ítarlegrar skoðunar í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Það væri einfaldast að gera það af því að það eru svo margir markaðir í Evrópu sem koma við sögu í málinu. Hver flugleið – borg til borgar – er sérstakur markaður sem þarf að rannsaka nánar,“ nefnir Eggert. Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. Samkeppniseftirlitið hefur í nokkrum tilfellum fallist á slík sjónarmið.Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti.Eggert segir að jafnvel þótt Icelandair byggi á því að WOW sé félag á fallanda fæti í skilningi samkeppnisréttar þá verði samkeppnisyfirvöld samt sem áður að kanna hvort önnur félög séu tilbúin til þess að taka yfir flugleiðir eða flugvélastæði WOW áður en kaupin verði samþykkt. Ekki sé sjálfgefið að Icelandair fái að eignast að fullu leiðir eða stæði WOW. Í því sambandi bendir Eggert á að Lufthansa hafi í fyrra þurft að gefa nokkur stæði eftir til þess að kaup félagsins á eignum Air Berlin hlytu náð fyrir augum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, bendir á að samanlögð markaðshlutdeild flugfélaganna tveggja sé um 80 prósent á Keflavíkurflugvelli og „undir venjulegum kringumstæðum hefði maður haldið að eftirlitið legði ekki blessun sína yfir slíkt,“ nefnir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30
Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15
Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30