Hætt í starfshópi um hvítbók um fjármálakerfið Hörður Ægisson skrifar 31. október 2018 07:30 Sylvía Kristín Ólafsdóttir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, sem hefur átt sæti í starfshópi sem vinnur að hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir íslenska fjármálakerfið, hefur hætt öllum störfum fyrir hópinn. Sylvía vildi ekkert tjá sig um ákvörðunina en samkvæmt upplýsingum Markaðarins dró hún sig formlega út úr hópnum í síðasta mánuði. Sylvía tók við starfi nýrrar stuðningsdeildar flugreksturs Icelandair í júlí síðastliðnum en auk þess situr hún stjórn Ölgerðarinnar og Símans. Áður var hún deildarstjóri jarðvarmadeildar Landsvirkjunar á orkusviði. Áætlað er að starfshópurinn muni skila niðurstöðum sínum með skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra í lok nóvembermánaðar. Vinna við gerð hvítbókarinnar hefur tafist nokkuð en þegar starfshópurinn var skipaður í byrjun febrúar á þessu ári var gert ráð fyrir að hann myndi ljúka vinnu sinni fyrir miðjan maímánuð. Kveðið var á um stofnun hópsins í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar sagði að hvítbókin yrði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir yrðu teknar um fjármálakerfið. Á hvítbókin að hafa að leiðarljósi aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði, aukið gagnsæi og fjármálastöðugleika. Eftir brotthvarf Sylvíu er starfshópurinn skipaður þeim Lárusi Blöndal, hæstaréttarlögmanni og jafnframt formanni hópsins, Guðrúnu Ögmundsdóttur, forstöðumanni lausafjáráhættu og fjármálafyrirtækja hjá Seðlabankanum, Guðjóni Rúnarssyni lögmanni og Kristrúnu Tinnu Gunnarsdóttur, hagfræðingi hjá Oliver Wyman í Svíþjóð. Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Sylvía Kristín Ólafsdóttir, sem hefur átt sæti í starfshópi sem vinnur að hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir íslenska fjármálakerfið, hefur hætt öllum störfum fyrir hópinn. Sylvía vildi ekkert tjá sig um ákvörðunina en samkvæmt upplýsingum Markaðarins dró hún sig formlega út úr hópnum í síðasta mánuði. Sylvía tók við starfi nýrrar stuðningsdeildar flugreksturs Icelandair í júlí síðastliðnum en auk þess situr hún stjórn Ölgerðarinnar og Símans. Áður var hún deildarstjóri jarðvarmadeildar Landsvirkjunar á orkusviði. Áætlað er að starfshópurinn muni skila niðurstöðum sínum með skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra í lok nóvembermánaðar. Vinna við gerð hvítbókarinnar hefur tafist nokkuð en þegar starfshópurinn var skipaður í byrjun febrúar á þessu ári var gert ráð fyrir að hann myndi ljúka vinnu sinni fyrir miðjan maímánuð. Kveðið var á um stofnun hópsins í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar sagði að hvítbókin yrði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir yrðu teknar um fjármálakerfið. Á hvítbókin að hafa að leiðarljósi aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði, aukið gagnsæi og fjármálastöðugleika. Eftir brotthvarf Sylvíu er starfshópurinn skipaður þeim Lárusi Blöndal, hæstaréttarlögmanni og jafnframt formanni hópsins, Guðrúnu Ögmundsdóttur, forstöðumanni lausafjáráhættu og fjármálafyrirtækja hjá Seðlabankanum, Guðjóni Rúnarssyni lögmanni og Kristrúnu Tinnu Gunnarsdóttur, hagfræðingi hjá Oliver Wyman í Svíþjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira