Körfubolti

Öflugur útisigur Martins og félaga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin er að gera góða hluti með þýska liðinu Alba.
Martin er að gera góða hluti með þýska liðinu Alba. vísir/getty
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín unnu sterkan útisigur, 83-75, á Lokamotiv Kuban Krasnodar í Evróukeppninni en leikið var í Kazan í Rússlandi.

Martin og félagar byrjuðu af krafti og voru átta stigum eftir fyrsta leikhlutann. Þeir leiddu svo með tíu stigum í hálfleik, 49-39.

Meira jafnræði var í síðari hálfleik en þrátt fyrir áhlaup Rússanna stóð þýska liðið það af sér og vann að lokum öflugan sigur á útivelli.

Martin skoraði sjö stig í leiknum auk þess að taka þrjú fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Einnig stal hann tveimur boltum.

Alba er komið á topp B-riðils í Evrópukeppninni en þeir eru jafnir Lokomotiv með fjóra sigra í fyrstu fimm leikjunum. Flott byrjun hjá þeim en síðari umferðin er eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×