Lögmál að laun geta ekki hækkað umfram framleiðniaukningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2018 18:30 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna verða samþykktar er líklegt að sá kaupmáttur sem fylgir launahækkunum muni brenna inni í verðbólgu miðað við eldri dæmi úr hagsögu Íslands. Í komandi kjarasamningum fara Starfsgreinasambandið og VR fram á hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Þá er gerð krafa um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án launaskerðingar. Markaður Fréttablaðsins greindi frá því í síðustu viku að kröfur Starfsgreinasambandsins fælu í sumum tilvikum í sér kröfur um allt að 98 prósent hærri laun.Hringrás launahækkana og verðbólgu Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Á tímabilinu 1980-1990 hækkuðu laun um 1.450 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en kaupmáttur launa dróst saman um 14 prósent á sama tímabili. Launahækkanir leiddi til mikilla verðlagshækkana og kaupmátturinn brann inni í verðbólgu þess tíma. Eins og sést á grafi hér neðar yfir þróun launavísitölu í bláu og kaupmáttar í rauðu frá 1989 til dagsins í dag eykst kaupmáttur ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu. Nokkuð var fjallað um þetta í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út fyrr á þessu ári. Þar segir á bls. 25: „Það er einföld þumalfingursregla að við 2,5% verðbólgumarkmið og 1-2% framleiðnivöxt mega nafnlaun ekki hækka um meira en 4-4,5% á ári til lengri tíma litið án þess að kollvarpa stefnunni. Nafnlaunahækkun síðustu fimm ára hefur verið 8% á ári. Þetta getur ekki gengið áfram. Raunar gengur engin peningastefna upp á Íslandi svo lengi sem ofangreind stéttaólga leiðir til nafnlaunahækkana á sama hraða og verið hefur undanfarin ár og áratugi. Lág verðbólga á Íslandi verður aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir – þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika.“Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Boltinn kemur alltaf niður Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ekki hægt sé að segja hver áhrif launahækkana verða á verðbólgu fyrr en niðurstöður kjarasamninga liggja fyrir. „Þetta er í rauninni eins og eðlisfræðilögmál. Ef ég hendi upp bolta þá kemur hann niður. Fólk getur hugsað þetta út frá rekstri heimilisins. Ef við ákveðum allt í einu að við viljum auka útgjöld okkar og eyða umfram tekjur þá getum við gert það í einhvern tíma en til lengdar gengur dæmið ekki upp. Það er nákvæmlega þess vegna sem það skiptir máli að hafa í huga að það er eðlisfræðilögmál að raunlaun geta ekki til lengdar hækkað meira en framleiðniaukning,“ segir Rannveig. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna verða samþykktar er líklegt að sá kaupmáttur sem fylgir launahækkunum muni brenna inni í verðbólgu miðað við eldri dæmi úr hagsögu Íslands. Í komandi kjarasamningum fara Starfsgreinasambandið og VR fram á hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Þá er gerð krafa um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án launaskerðingar. Markaður Fréttablaðsins greindi frá því í síðustu viku að kröfur Starfsgreinasambandsins fælu í sumum tilvikum í sér kröfur um allt að 98 prósent hærri laun.Hringrás launahækkana og verðbólgu Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Á tímabilinu 1980-1990 hækkuðu laun um 1.450 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en kaupmáttur launa dróst saman um 14 prósent á sama tímabili. Launahækkanir leiddi til mikilla verðlagshækkana og kaupmátturinn brann inni í verðbólgu þess tíma. Eins og sést á grafi hér neðar yfir þróun launavísitölu í bláu og kaupmáttar í rauðu frá 1989 til dagsins í dag eykst kaupmáttur ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu. Nokkuð var fjallað um þetta í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út fyrr á þessu ári. Þar segir á bls. 25: „Það er einföld þumalfingursregla að við 2,5% verðbólgumarkmið og 1-2% framleiðnivöxt mega nafnlaun ekki hækka um meira en 4-4,5% á ári til lengri tíma litið án þess að kollvarpa stefnunni. Nafnlaunahækkun síðustu fimm ára hefur verið 8% á ári. Þetta getur ekki gengið áfram. Raunar gengur engin peningastefna upp á Íslandi svo lengi sem ofangreind stéttaólga leiðir til nafnlaunahækkana á sama hraða og verið hefur undanfarin ár og áratugi. Lág verðbólga á Íslandi verður aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir – þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika.“Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Boltinn kemur alltaf niður Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ekki hægt sé að segja hver áhrif launahækkana verða á verðbólgu fyrr en niðurstöður kjarasamninga liggja fyrir. „Þetta er í rauninni eins og eðlisfræðilögmál. Ef ég hendi upp bolta þá kemur hann niður. Fólk getur hugsað þetta út frá rekstri heimilisins. Ef við ákveðum allt í einu að við viljum auka útgjöld okkar og eyða umfram tekjur þá getum við gert það í einhvern tíma en til lengdar gengur dæmið ekki upp. Það er nákvæmlega þess vegna sem það skiptir máli að hafa í huga að það er eðlisfræðilögmál að raunlaun geta ekki til lengdar hækkað meira en framleiðniaukning,“ segir Rannveig.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira