Viðskipti innlent

Össur hagnast um 1,7 milljarð króna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Söluaukning var einna helst drifin áfram af hátæknivörum félagsins.
Söluaukning var einna helst drifin áfram af hátæknivörum félagsins. Fréttablaðið/Anton brink
Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar á þriðja ársfjórðungi nam 16 milljónum Bandaríkjadala, eða 1,7 milljarði íslenskra króna og jókst um 43 prósent frá sama tímabili í fyrra, samkvæmt tilkynningu frá félaginu nú í morgun. Sala á þriðja ársfjórðungi 2018 nam 145 milljónum Bandaríkjadala, eða 16 milljörðum íslenskra króna.

Innri vöxtur í stoðtækjum var 11% og sala í spelkum og stuðningsvörum jókst um 2%. Söluaukning var einna helst drifin áfram af hátæknivörum félagsins. Össur keypti nýverið tvö fyrirtæki fyrir 4,3 milljarða króna en þau kaup hafa ekki áhrif á uppgjör þriðja ársfjórðungs.

„Við erum ánægð með söluvöxt og reksturinn í fjórðungnum. Söluvöxtinn má aðallega rekja til sölu á stoðtækjum, sem jókst um 11%, og sölu á hátæknivörum í okkar helstu vöruflokkum. Auk þess var góður vöxtur í löndum sem teljast til nýmarkaðsríkja. Rekstrarhagnaður hefur aukist í takt við áætlanir vegna góðs söluvaxtar, sem leiðir af sér stærðarhagkvæmni, aukinnar sölu á hátæknivörum og verkefna til að auka hagkvæmni í rekstri. Sjóðstreymi í fjórðungnum var gott í takt við rekstrarniðurstöðuna,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra Össurar, í tilkynningu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×