Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2018 08:39 Flugfélagið notast við vél af gerðinni Airbus A350-900 og býður vanalega upp á sæti fyrir 253 farþega, þar af 187 í almennu farrými. Getty/NurPhoto Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. Þetta verður lengsta áætlunarflug í heimi, um 15 þúsund kílómetra leið og er flugtíminn um nítján klukkustundir. Ljóst er að ekki verður á allra færi að ferðast umrædda flugleið, en ekki verða seldir miðar í almennu farrými. Þó verða í boði 67 sæti í „business-flokki“ og 94 svokallaðir „premium economy“. Flugfélagið notast við vél af gerðinni Airbus A350-900 og býður vanalega upp á sæti fyrir 253 farþega, þar af 187 í almennu farrými.BBC greinir frá því að umrædd gerð af flugvél er sú gerð sem getur verið lengst á lofti, eða í um tuttugu klukkustundir. Farþegar á „business class“ munu fá tvær máltíðir sem þeir geta sjálfir valið hvenær þeir fá, auk þess að þeir fá rúm. Farþegar á „premium economy“ verða hins vegar að sætta sig við þrjár máltíðir á fyrirfram ákveðnum tímum.Hátt olíuverð Singapore Airlines hætti að fljúga milli borganna árið 2013 vegna hækkandi olíuverðs. Næst lengstu áætlunarflugin á markaði eru milli áströlsku borgarinnar Perth og London með Qantas og milli Auckland á Nýja-Sjálandi og katörsku böfuðborgarinnar Doha með Qatar. Bandaríkin Fréttir af flugi Singapúr Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. Þetta verður lengsta áætlunarflug í heimi, um 15 þúsund kílómetra leið og er flugtíminn um nítján klukkustundir. Ljóst er að ekki verður á allra færi að ferðast umrædda flugleið, en ekki verða seldir miðar í almennu farrými. Þó verða í boði 67 sæti í „business-flokki“ og 94 svokallaðir „premium economy“. Flugfélagið notast við vél af gerðinni Airbus A350-900 og býður vanalega upp á sæti fyrir 253 farþega, þar af 187 í almennu farrými.BBC greinir frá því að umrædd gerð af flugvél er sú gerð sem getur verið lengst á lofti, eða í um tuttugu klukkustundir. Farþegar á „business class“ munu fá tvær máltíðir sem þeir geta sjálfir valið hvenær þeir fá, auk þess að þeir fá rúm. Farþegar á „premium economy“ verða hins vegar að sætta sig við þrjár máltíðir á fyrirfram ákveðnum tímum.Hátt olíuverð Singapore Airlines hætti að fljúga milli borganna árið 2013 vegna hækkandi olíuverðs. Næst lengstu áætlunarflugin á markaði eru milli áströlsku borgarinnar Perth og London með Qantas og milli Auckland á Nýja-Sjálandi og katörsku böfuðborgarinnar Doha með Qatar.
Bandaríkin Fréttir af flugi Singapúr Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira