Viðskipti erlent

Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er

Atli Ísleifsson skrifar
Flugfélagið notast við vél af gerðinni Airbus A350-900 og býður vanalega upp á sæti fyrir 253 farþega, þar af 187 í almennu farrými.
Flugfélagið notast við vél af gerðinni Airbus A350-900 og býður vanalega upp á sæti fyrir 253 farþega, þar af 187 í almennu farrými. Getty/NurPhoto

Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. Þetta verður lengsta áætlunarflug í heimi, um 15 þúsund kílómetra leið og er flugtíminn um nítján klukkustundir.

Ljóst er að ekki verður á allra færi að ferðast umrædda flugleið, en ekki verða seldir miðar í almennu farrými. Þó verða í boði 67 sæti í „business-flokki“ og 94 svokallaðir „premium economy“.

Flugfélagið notast við vél af gerðinni Airbus A350-900 og býður vanalega upp á sæti fyrir 253 farþega, þar af 187 í almennu farrými.

BBC  greinir frá því að umrædd gerð af flugvél er sú gerð sem getur verið lengst á lofti, eða í um tuttugu klukkustundir.

Farþegar á „business class“ munu fá tvær máltíðir sem þeir geta sjálfir valið hvenær þeir fá, auk þess að þeir fá rúm. Farþegar á „premium economy“ verða hins vegar að sætta sig við þrjár máltíðir á fyrirfram ákveðnum tímum.

Hátt olíuverð

Singapore Airlines hætti að fljúga milli borganna árið 2013 vegna hækkandi olíuverðs.

Næst lengstu áætlunarflugin á markaði eru milli áströlsku borgarinnar Perth og London með Qantas og milli Auckland á Nýja-Sjálandi og katörsku böfuðborgarinnar Doha með Qatar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
2,2
12
133.625

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-4,61
16
129.608
EIK
-4,38
18
137.437
SYN
-3,62
8
59.963
REITIR
-3,17
14
257.743
ARION
-3,15
16
125.451
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.