Viðskipti innlent

Innkalla lambakjöt vegna óviðurkenndrar slátrunar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Innkalla þarf kjöt sem er sambærilegt þessu.
Innkalla þarf kjöt sem er sambærilegt þessu. MAST
Kjötvinnslan Birkihlíð í Skagafirði hefur ráðist í innköllun á lambakjöti sem fyrirtækið seldi á bændamarkaði á Hofsósi í lok síðastliðins mánaðar.

Á vef Matvælastofnunar kemur fram að ástæða innköllunarinnar sé sú að slátrunin fór ekki fram í viðurkenndu sláturhúsi. Þar að auki var heilbrigðisskoðun á kjötinu ekki framkvæmd af opinberum dýralækni.

Þeir sem kunna að hafa kjötið undir höndum geta skilað vörunni til Birkihlíðar, 551 Skagafirði gegn endurgjaldi.

Nánari upplýsingar um kjötið:

Vöruheiti: Lambakjöt

Vörumerki: Birkihlíð 

Pökkunardagsetning: 29. sep 2018

Lýsing: Loftæmdar umbúðir

Geymsluskilyrði: Kælivara (0-4°C) 

Dreifing: Bændamarkaður Hofsósi 30. sep 2018

Framleiðandi: Birkihlíð






Fleiri fréttir

Sjá meira


×