Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2018 22:10 Starfsmenn Flateyjar fyrir utan Hlemm. Flatey Pizza Eigendur veitingastaðarins Flateyjar Pizzu stefni að því að opna bás í Mathöllinni Hlemmi fyrir lok þessa árs. Þetta segir Sindri Snær Jensson, einn af eigendum veitingastaðarins og verslunarinnar Húrra, en hann segir það hafa verið draum þeirra lengi að færa gestum Mathallarinnar pizzur. „Tímalínan er svolítið óljós eins og vill oft verða hjá þeim sem standa í framkvæmdum. Það vill oft verða að það taki fjórum sinnum lengri tíma en upphaflega var ætlað. En við vonumst til að geta opnað í lok desember, eða rétt fyrir jól,“ segir Sindri Snær. Um er að ræða fimmtán fermetra bás þar sem Ísleifur Heppni var áður.Fluttar hafa verið fregnir af því undanfarið að fyrirhugað sé að opna fjölda mathalla á höfuðborgarsvæðinu og segir Sindri Snær umræðuna í kringum það hafa verið fyndna að einhverju leyti.Frá Mathöllinni við Hlemm.Fréttablaðið/EyþórFlatey Pizza hefur verið til húsa úti á Granda, og verður áfram, en Sindri Snær segir eigendur veitingastaðarins hafa orðið vitni að þeirri miklu umferð sem hefur verið í mathöllina úti á Granda. „Frá degi eitt hefur okkur langað að vera inni í Hlemmi Mathöll. Það kom ákveðið tækifæri fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar Borðið lokaði. Núna þegar Ísleifur var eitthvað tæpur á að vera áfram tókum við slaginn,“ segir Sindri. Spurður hvort það sé slegist um plássið á Hlemmi og hvort það sé dýrt að fara þangað inn segist Sindri ekki meðvitaður um hvaða tilboð aðrir veitingamenn gerðu í plássið sem stóð til boða. „Við náðum samkomulagi við þá aðila sem reka Ísleif Heppna af því þeir eru með leigusamningi og mega framselja hann. Hlemmur Mathöll þarf að samþykkja þá sem vilja fara þangað inn. Flatey þótti passa vel inn í Mathöllina því það voru engar pizzur þar fyrir. Flatey er líka búin að skapa sér þann stall að bjóða upp á bestu pizzur borgarinnar og þótt víðar væri leitað. Þannig að ég held að það sé mikill fengur fyrir Hlemm líka,“ segir Sindri Snær.Vísir hefur sagt fréttir af því að þungt hljóð hafi verið í veitingamönnum eftir sumarið en Sindri segir engan bilbug að finna hjá eigendum Flateyjar. Þeir ætli að stækka við sig úti á Granda þar sem ætlunin er að opna bar á efri hæð veitingastaðarins. „Helsta vandamálið okkar er að við höfum þurft að vísa fólki frá á kvöldin. Við höfum ekki haft neinn stað fyrir fólk sem er að bíða eftir borði og nú getum við boðið upp á það,“ segir Sindri. Hann segir erfiðleika í veitingageiranum að hluta til tengda því að margir hafi farið fram úr sér þegar kemur að kostnaði við framkvæmdir. „Og svo aftur á móti þeir sem treysta alfarið á innkomu ferðamanna. Svo er það þannig að það er ákveðin endurnýjun í gangi og fólk er að fíla sérhæfða veitingastaði. Margir af þessum veitingastöðum sem eiga í basli eru að bjóða upp á margt en eru ekki bestir í neinu. En fólk vill bara fara á stað eins og Búlluna sem er með besta hamborgarann og vill fara á Flatey af því þar er besta pizzan. Það vill fara á einhvern ákveðinn stað af því besti brönsinn er þar. Ég held að sérhæfðir staðir með flott andrúmsloft munu klárlega lifa af. En það er alveg vont hljóð í veitingamönnum og orðið ákveðin þensla á þessu og margir sett sig í gullgrafaragírinn.“ Hann segir skynsemi ráða för hjá Flateyjar-mönnum sem vörðu ekki háum fjárhæðum til að opna staðinn. „Og það hefur gengið vel.“ Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Flateyjar Pizzu stefni að því að opna bás í Mathöllinni Hlemmi fyrir lok þessa árs. Þetta segir Sindri Snær Jensson, einn af eigendum veitingastaðarins og verslunarinnar Húrra, en hann segir það hafa verið draum þeirra lengi að færa gestum Mathallarinnar pizzur. „Tímalínan er svolítið óljós eins og vill oft verða hjá þeim sem standa í framkvæmdum. Það vill oft verða að það taki fjórum sinnum lengri tíma en upphaflega var ætlað. En við vonumst til að geta opnað í lok desember, eða rétt fyrir jól,“ segir Sindri Snær. Um er að ræða fimmtán fermetra bás þar sem Ísleifur Heppni var áður.Fluttar hafa verið fregnir af því undanfarið að fyrirhugað sé að opna fjölda mathalla á höfuðborgarsvæðinu og segir Sindri Snær umræðuna í kringum það hafa verið fyndna að einhverju leyti.Frá Mathöllinni við Hlemm.Fréttablaðið/EyþórFlatey Pizza hefur verið til húsa úti á Granda, og verður áfram, en Sindri Snær segir eigendur veitingastaðarins hafa orðið vitni að þeirri miklu umferð sem hefur verið í mathöllina úti á Granda. „Frá degi eitt hefur okkur langað að vera inni í Hlemmi Mathöll. Það kom ákveðið tækifæri fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar Borðið lokaði. Núna þegar Ísleifur var eitthvað tæpur á að vera áfram tókum við slaginn,“ segir Sindri. Spurður hvort það sé slegist um plássið á Hlemmi og hvort það sé dýrt að fara þangað inn segist Sindri ekki meðvitaður um hvaða tilboð aðrir veitingamenn gerðu í plássið sem stóð til boða. „Við náðum samkomulagi við þá aðila sem reka Ísleif Heppna af því þeir eru með leigusamningi og mega framselja hann. Hlemmur Mathöll þarf að samþykkja þá sem vilja fara þangað inn. Flatey þótti passa vel inn í Mathöllina því það voru engar pizzur þar fyrir. Flatey er líka búin að skapa sér þann stall að bjóða upp á bestu pizzur borgarinnar og þótt víðar væri leitað. Þannig að ég held að það sé mikill fengur fyrir Hlemm líka,“ segir Sindri Snær.Vísir hefur sagt fréttir af því að þungt hljóð hafi verið í veitingamönnum eftir sumarið en Sindri segir engan bilbug að finna hjá eigendum Flateyjar. Þeir ætli að stækka við sig úti á Granda þar sem ætlunin er að opna bar á efri hæð veitingastaðarins. „Helsta vandamálið okkar er að við höfum þurft að vísa fólki frá á kvöldin. Við höfum ekki haft neinn stað fyrir fólk sem er að bíða eftir borði og nú getum við boðið upp á það,“ segir Sindri. Hann segir erfiðleika í veitingageiranum að hluta til tengda því að margir hafi farið fram úr sér þegar kemur að kostnaði við framkvæmdir. „Og svo aftur á móti þeir sem treysta alfarið á innkomu ferðamanna. Svo er það þannig að það er ákveðin endurnýjun í gangi og fólk er að fíla sérhæfða veitingastaði. Margir af þessum veitingastöðum sem eiga í basli eru að bjóða upp á margt en eru ekki bestir í neinu. En fólk vill bara fara á stað eins og Búlluna sem er með besta hamborgarann og vill fara á Flatey af því þar er besta pizzan. Það vill fara á einhvern ákveðinn stað af því besti brönsinn er þar. Ég held að sérhæfðir staðir með flott andrúmsloft munu klárlega lifa af. En það er alveg vont hljóð í veitingamönnum og orðið ákveðin þensla á þessu og margir sett sig í gullgrafaragírinn.“ Hann segir skynsemi ráða för hjá Flateyjar-mönnum sem vörðu ekki háum fjárhæðum til að opna staðinn. „Og það hefur gengið vel.“
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira