Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2018 22:10 Starfsmenn Flateyjar fyrir utan Hlemm. Flatey Pizza Eigendur veitingastaðarins Flateyjar Pizzu stefni að því að opna bás í Mathöllinni Hlemmi fyrir lok þessa árs. Þetta segir Sindri Snær Jensson, einn af eigendum veitingastaðarins og verslunarinnar Húrra, en hann segir það hafa verið draum þeirra lengi að færa gestum Mathallarinnar pizzur. „Tímalínan er svolítið óljós eins og vill oft verða hjá þeim sem standa í framkvæmdum. Það vill oft verða að það taki fjórum sinnum lengri tíma en upphaflega var ætlað. En við vonumst til að geta opnað í lok desember, eða rétt fyrir jól,“ segir Sindri Snær. Um er að ræða fimmtán fermetra bás þar sem Ísleifur Heppni var áður.Fluttar hafa verið fregnir af því undanfarið að fyrirhugað sé að opna fjölda mathalla á höfuðborgarsvæðinu og segir Sindri Snær umræðuna í kringum það hafa verið fyndna að einhverju leyti.Frá Mathöllinni við Hlemm.Fréttablaðið/EyþórFlatey Pizza hefur verið til húsa úti á Granda, og verður áfram, en Sindri Snær segir eigendur veitingastaðarins hafa orðið vitni að þeirri miklu umferð sem hefur verið í mathöllina úti á Granda. „Frá degi eitt hefur okkur langað að vera inni í Hlemmi Mathöll. Það kom ákveðið tækifæri fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar Borðið lokaði. Núna þegar Ísleifur var eitthvað tæpur á að vera áfram tókum við slaginn,“ segir Sindri. Spurður hvort það sé slegist um plássið á Hlemmi og hvort það sé dýrt að fara þangað inn segist Sindri ekki meðvitaður um hvaða tilboð aðrir veitingamenn gerðu í plássið sem stóð til boða. „Við náðum samkomulagi við þá aðila sem reka Ísleif Heppna af því þeir eru með leigusamningi og mega framselja hann. Hlemmur Mathöll þarf að samþykkja þá sem vilja fara þangað inn. Flatey þótti passa vel inn í Mathöllina því það voru engar pizzur þar fyrir. Flatey er líka búin að skapa sér þann stall að bjóða upp á bestu pizzur borgarinnar og þótt víðar væri leitað. Þannig að ég held að það sé mikill fengur fyrir Hlemm líka,“ segir Sindri Snær.Vísir hefur sagt fréttir af því að þungt hljóð hafi verið í veitingamönnum eftir sumarið en Sindri segir engan bilbug að finna hjá eigendum Flateyjar. Þeir ætli að stækka við sig úti á Granda þar sem ætlunin er að opna bar á efri hæð veitingastaðarins. „Helsta vandamálið okkar er að við höfum þurft að vísa fólki frá á kvöldin. Við höfum ekki haft neinn stað fyrir fólk sem er að bíða eftir borði og nú getum við boðið upp á það,“ segir Sindri. Hann segir erfiðleika í veitingageiranum að hluta til tengda því að margir hafi farið fram úr sér þegar kemur að kostnaði við framkvæmdir. „Og svo aftur á móti þeir sem treysta alfarið á innkomu ferðamanna. Svo er það þannig að það er ákveðin endurnýjun í gangi og fólk er að fíla sérhæfða veitingastaði. Margir af þessum veitingastöðum sem eiga í basli eru að bjóða upp á margt en eru ekki bestir í neinu. En fólk vill bara fara á stað eins og Búlluna sem er með besta hamborgarann og vill fara á Flatey af því þar er besta pizzan. Það vill fara á einhvern ákveðinn stað af því besti brönsinn er þar. Ég held að sérhæfðir staðir með flott andrúmsloft munu klárlega lifa af. En það er alveg vont hljóð í veitingamönnum og orðið ákveðin þensla á þessu og margir sett sig í gullgrafaragírinn.“ Hann segir skynsemi ráða för hjá Flateyjar-mönnum sem vörðu ekki háum fjárhæðum til að opna staðinn. „Og það hefur gengið vel.“ Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Flateyjar Pizzu stefni að því að opna bás í Mathöllinni Hlemmi fyrir lok þessa árs. Þetta segir Sindri Snær Jensson, einn af eigendum veitingastaðarins og verslunarinnar Húrra, en hann segir það hafa verið draum þeirra lengi að færa gestum Mathallarinnar pizzur. „Tímalínan er svolítið óljós eins og vill oft verða hjá þeim sem standa í framkvæmdum. Það vill oft verða að það taki fjórum sinnum lengri tíma en upphaflega var ætlað. En við vonumst til að geta opnað í lok desember, eða rétt fyrir jól,“ segir Sindri Snær. Um er að ræða fimmtán fermetra bás þar sem Ísleifur Heppni var áður.Fluttar hafa verið fregnir af því undanfarið að fyrirhugað sé að opna fjölda mathalla á höfuðborgarsvæðinu og segir Sindri Snær umræðuna í kringum það hafa verið fyndna að einhverju leyti.Frá Mathöllinni við Hlemm.Fréttablaðið/EyþórFlatey Pizza hefur verið til húsa úti á Granda, og verður áfram, en Sindri Snær segir eigendur veitingastaðarins hafa orðið vitni að þeirri miklu umferð sem hefur verið í mathöllina úti á Granda. „Frá degi eitt hefur okkur langað að vera inni í Hlemmi Mathöll. Það kom ákveðið tækifæri fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar Borðið lokaði. Núna þegar Ísleifur var eitthvað tæpur á að vera áfram tókum við slaginn,“ segir Sindri. Spurður hvort það sé slegist um plássið á Hlemmi og hvort það sé dýrt að fara þangað inn segist Sindri ekki meðvitaður um hvaða tilboð aðrir veitingamenn gerðu í plássið sem stóð til boða. „Við náðum samkomulagi við þá aðila sem reka Ísleif Heppna af því þeir eru með leigusamningi og mega framselja hann. Hlemmur Mathöll þarf að samþykkja þá sem vilja fara þangað inn. Flatey þótti passa vel inn í Mathöllina því það voru engar pizzur þar fyrir. Flatey er líka búin að skapa sér þann stall að bjóða upp á bestu pizzur borgarinnar og þótt víðar væri leitað. Þannig að ég held að það sé mikill fengur fyrir Hlemm líka,“ segir Sindri Snær.Vísir hefur sagt fréttir af því að þungt hljóð hafi verið í veitingamönnum eftir sumarið en Sindri segir engan bilbug að finna hjá eigendum Flateyjar. Þeir ætli að stækka við sig úti á Granda þar sem ætlunin er að opna bar á efri hæð veitingastaðarins. „Helsta vandamálið okkar er að við höfum þurft að vísa fólki frá á kvöldin. Við höfum ekki haft neinn stað fyrir fólk sem er að bíða eftir borði og nú getum við boðið upp á það,“ segir Sindri. Hann segir erfiðleika í veitingageiranum að hluta til tengda því að margir hafi farið fram úr sér þegar kemur að kostnaði við framkvæmdir. „Og svo aftur á móti þeir sem treysta alfarið á innkomu ferðamanna. Svo er það þannig að það er ákveðin endurnýjun í gangi og fólk er að fíla sérhæfða veitingastaði. Margir af þessum veitingastöðum sem eiga í basli eru að bjóða upp á margt en eru ekki bestir í neinu. En fólk vill bara fara á stað eins og Búlluna sem er með besta hamborgarann og vill fara á Flatey af því þar er besta pizzan. Það vill fara á einhvern ákveðinn stað af því besti brönsinn er þar. Ég held að sérhæfðir staðir með flott andrúmsloft munu klárlega lifa af. En það er alveg vont hljóð í veitingamönnum og orðið ákveðin þensla á þessu og margir sett sig í gullgrafaragírinn.“ Hann segir skynsemi ráða för hjá Flateyjar-mönnum sem vörðu ekki háum fjárhæðum til að opna staðinn. „Og það hefur gengið vel.“
Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira