Núverandi fyrirkomulag áfengisauglýsinga endurspeglar ekki nútímann. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í fyrirspurn til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Þorgerður benti á að áfengisauglýsingar væru til að mynda áberandi í erlendum miðlum og á samfélagsmiðlum.
„Það þekkja það allir að vera úti í Eymundsson og standa við hliðina á bæði íslenska og erlenda Glamour. Áfengisauglýsingar eru leyfðar í erlenda Glamour en ekki íslenska.“ Hún benti á að auglýsingar væru leyfðar, með takmörkunum, í Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi og sagði núverandi fyrirkomulag bitna á innlendum framleiðendum.
Sigríður sagði tilefni til að endurskoða bannið. Þó ætti það að vera forgangsatriði að afnema einkarétt ríkisins á smásölu áfengis. Þannig væri hægt að koma til móts við áhyggjur innlendra framleiðenda vegna auglýsingabanns.
Auglýsingabann bitni á innlendum framleiðendum
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB
Viðskipti erlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Íbúðum í byggingu fækkar
Viðskipti innlent

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent