Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 15:23 Lyf og heilsa var talin hafa brotið lög með viðbrögðum sínum við innkomu Apóteks Vesturlands á markaðinn á Akranesi. Vísir/GVA Hæstiréttur dæmdi lyfjaverslunina Lyf og heilsu til þess að greiða Apóteki Vesturlands fjóra og hálfa milljón króna í bætur vegna tjóns af völdum samkeppnisbrota fyrrnefnda fyrirtækisins. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og vildu dæma Lyfjum og heilsu í vil. Rót skaðabótamálsins má rekja til þess að áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði árið 2010 að Lyf og heilsa hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu sína til að hindra innkomu Apóteks Vesturlands á lyfsölumarkað á Akranesi. Það hafi fyrirtækið gert með útgáfu vildarkorta og með svonefndum baráttuafsláttum. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn árið 2012. Í kjölfarið krafði Apótek Vesturlands Lyf og heilsu um rúmar átján milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna samkeppnisbrotanna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Lyf og heilsu af kröfunni í janúar í fyrra. Sá dómur byggði á yfirmatsgerð sem gerð var í málinu sem komst að þeirri ályktun að Apótek Vesturlands hefði ekki orðið fyrir neinu tapi vegna brotanna. Undirmatsgerðin hafði gert ráð fyrir tilteknu tjóni. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að gerólíkar forsendur hefðu legið til grundvallar niðurstöðum undir- og yfirmatsgerðar. Taldi dómurinn að ekki væri hægt að byggja á niðurstöðu yfirmatsgerðarinnar um áhrif afsláttanna sem Lyf og heilsa veitti. Féllst rétturinn hins vegar á niðurstöðu Héraðsdóms um að vildarklúbburinn hefði ekki haft áhrif á Apótek Vesturlands. Auk bótanna þarf Lyf og heilsa að greiða Apóteki Vesturlands átta milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þorgeir Örlygsson og Viðar Már Matthíasson skiluðu sératkvæði í málinu. Töldu þeir að Apótek Vesturlands hefði ekki sýnt fram á fjártjón vegna brota Lyfja og heilsu. Vildu þeir staðfesta sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæma Apótek Vesturlands til að greiða málskostnað. Akranes Lyf Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi lyfjaverslunina Lyf og heilsu til þess að greiða Apóteki Vesturlands fjóra og hálfa milljón króna í bætur vegna tjóns af völdum samkeppnisbrota fyrrnefnda fyrirtækisins. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og vildu dæma Lyfjum og heilsu í vil. Rót skaðabótamálsins má rekja til þess að áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði árið 2010 að Lyf og heilsa hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu sína til að hindra innkomu Apóteks Vesturlands á lyfsölumarkað á Akranesi. Það hafi fyrirtækið gert með útgáfu vildarkorta og með svonefndum baráttuafsláttum. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn árið 2012. Í kjölfarið krafði Apótek Vesturlands Lyf og heilsu um rúmar átján milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna samkeppnisbrotanna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Lyf og heilsu af kröfunni í janúar í fyrra. Sá dómur byggði á yfirmatsgerð sem gerð var í málinu sem komst að þeirri ályktun að Apótek Vesturlands hefði ekki orðið fyrir neinu tapi vegna brotanna. Undirmatsgerðin hafði gert ráð fyrir tilteknu tjóni. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að gerólíkar forsendur hefðu legið til grundvallar niðurstöðum undir- og yfirmatsgerðar. Taldi dómurinn að ekki væri hægt að byggja á niðurstöðu yfirmatsgerðarinnar um áhrif afsláttanna sem Lyf og heilsa veitti. Féllst rétturinn hins vegar á niðurstöðu Héraðsdóms um að vildarklúbburinn hefði ekki haft áhrif á Apótek Vesturlands. Auk bótanna þarf Lyf og heilsa að greiða Apóteki Vesturlands átta milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þorgeir Örlygsson og Viðar Már Matthíasson skiluðu sératkvæði í málinu. Töldu þeir að Apótek Vesturlands hefði ekki sýnt fram á fjártjón vegna brota Lyfja og heilsu. Vildu þeir staðfesta sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæma Apótek Vesturlands til að greiða málskostnað.
Akranes Lyf Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira