Merki um versnandi afkomu fyrirtækja Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 3. október 2018 08:00 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Versnandi afkoma og minnkandi samkeppnishæfni fyrirtækja á Íslandi kemur skýrt fram í nýbirtum tölum embættis ríkisskattstjóra yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Ríkisskattstjóri birti helstu tölur yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2017 í síðustu viku. Stærstu breytingarnar snerta tekjuskatt lögaðila, sem lækkar um 5,6 milljarða króna og tryggingagjald, sem hækkar um 5,9 milljarða króna. „Tölurnar draga upp mjög skýra mynd. Samdráttur tekjuskatts lögaðila segir okkur að afkoma fyrirtækja hafi heilt yfir verið verri á síðasta ári en hún var á árinu þar á undan. Hækkun tryggingagjaldsins segir okkur að á sama tíma og afkoman versnaði hafi opinberar álögur á fyrirtækin aukist,“ segir Sigurður. „Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig hefur dregið úr samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs á undanförnum árum.“ Hækkun tryggingagjaldsins, sem er hlutfall af launakostnaði, bendir einnig til þess að launahækkanir undanfarinna ára hafi haft áhrif á afkomu fyrirtækja og að launþegar séu að taka stærri hluta af kökunni en áður. Sigurður telur að þessi þróun mála hafi haldið áfram á árinu 2018. „Það bendir margt til þess að afkoma fyrirtækja sé heilt yfir lakari í ár en í fyrra. Við sjáum áframhaldandi þróun í þessa átt sem eru mjög slæmar fréttir fyrir hagkerfið.“ Í fjárlögum er reiknað með að tryggingagjaldið skili ríflega 100,8 milljörðum króna á næsta ári sem er tæplega 3,5 milljörðum krónum meira en á þessu ári, þrátt fyrir boðaða lækkun upp á 0,25 prósentustig. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Versnandi afkoma og minnkandi samkeppnishæfni fyrirtækja á Íslandi kemur skýrt fram í nýbirtum tölum embættis ríkisskattstjóra yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Ríkisskattstjóri birti helstu tölur yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2017 í síðustu viku. Stærstu breytingarnar snerta tekjuskatt lögaðila, sem lækkar um 5,6 milljarða króna og tryggingagjald, sem hækkar um 5,9 milljarða króna. „Tölurnar draga upp mjög skýra mynd. Samdráttur tekjuskatts lögaðila segir okkur að afkoma fyrirtækja hafi heilt yfir verið verri á síðasta ári en hún var á árinu þar á undan. Hækkun tryggingagjaldsins segir okkur að á sama tíma og afkoman versnaði hafi opinberar álögur á fyrirtækin aukist,“ segir Sigurður. „Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig hefur dregið úr samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs á undanförnum árum.“ Hækkun tryggingagjaldsins, sem er hlutfall af launakostnaði, bendir einnig til þess að launahækkanir undanfarinna ára hafi haft áhrif á afkomu fyrirtækja og að launþegar séu að taka stærri hluta af kökunni en áður. Sigurður telur að þessi þróun mála hafi haldið áfram á árinu 2018. „Það bendir margt til þess að afkoma fyrirtækja sé heilt yfir lakari í ár en í fyrra. Við sjáum áframhaldandi þróun í þessa átt sem eru mjög slæmar fréttir fyrir hagkerfið.“ Í fjárlögum er reiknað með að tryggingagjaldið skili ríflega 100,8 milljörðum króna á næsta ári sem er tæplega 3,5 milljörðum krónum meira en á þessu ári, þrátt fyrir boðaða lækkun upp á 0,25 prósentustig.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira