Merki um versnandi afkomu fyrirtækja Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 3. október 2018 08:00 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Versnandi afkoma og minnkandi samkeppnishæfni fyrirtækja á Íslandi kemur skýrt fram í nýbirtum tölum embættis ríkisskattstjóra yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Ríkisskattstjóri birti helstu tölur yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2017 í síðustu viku. Stærstu breytingarnar snerta tekjuskatt lögaðila, sem lækkar um 5,6 milljarða króna og tryggingagjald, sem hækkar um 5,9 milljarða króna. „Tölurnar draga upp mjög skýra mynd. Samdráttur tekjuskatts lögaðila segir okkur að afkoma fyrirtækja hafi heilt yfir verið verri á síðasta ári en hún var á árinu þar á undan. Hækkun tryggingagjaldsins segir okkur að á sama tíma og afkoman versnaði hafi opinberar álögur á fyrirtækin aukist,“ segir Sigurður. „Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig hefur dregið úr samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs á undanförnum árum.“ Hækkun tryggingagjaldsins, sem er hlutfall af launakostnaði, bendir einnig til þess að launahækkanir undanfarinna ára hafi haft áhrif á afkomu fyrirtækja og að launþegar séu að taka stærri hluta af kökunni en áður. Sigurður telur að þessi þróun mála hafi haldið áfram á árinu 2018. „Það bendir margt til þess að afkoma fyrirtækja sé heilt yfir lakari í ár en í fyrra. Við sjáum áframhaldandi þróun í þessa átt sem eru mjög slæmar fréttir fyrir hagkerfið.“ Í fjárlögum er reiknað með að tryggingagjaldið skili ríflega 100,8 milljörðum króna á næsta ári sem er tæplega 3,5 milljörðum krónum meira en á þessu ári, þrátt fyrir boðaða lækkun upp á 0,25 prósentustig. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Versnandi afkoma og minnkandi samkeppnishæfni fyrirtækja á Íslandi kemur skýrt fram í nýbirtum tölum embættis ríkisskattstjóra yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Ríkisskattstjóri birti helstu tölur yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2017 í síðustu viku. Stærstu breytingarnar snerta tekjuskatt lögaðila, sem lækkar um 5,6 milljarða króna og tryggingagjald, sem hækkar um 5,9 milljarða króna. „Tölurnar draga upp mjög skýra mynd. Samdráttur tekjuskatts lögaðila segir okkur að afkoma fyrirtækja hafi heilt yfir verið verri á síðasta ári en hún var á árinu þar á undan. Hækkun tryggingagjaldsins segir okkur að á sama tíma og afkoman versnaði hafi opinberar álögur á fyrirtækin aukist,“ segir Sigurður. „Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig hefur dregið úr samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs á undanförnum árum.“ Hækkun tryggingagjaldsins, sem er hlutfall af launakostnaði, bendir einnig til þess að launahækkanir undanfarinna ára hafi haft áhrif á afkomu fyrirtækja og að launþegar séu að taka stærri hluta af kökunni en áður. Sigurður telur að þessi þróun mála hafi haldið áfram á árinu 2018. „Það bendir margt til þess að afkoma fyrirtækja sé heilt yfir lakari í ár en í fyrra. Við sjáum áframhaldandi þróun í þessa átt sem eru mjög slæmar fréttir fyrir hagkerfið.“ Í fjárlögum er reiknað með að tryggingagjaldið skili ríflega 100,8 milljörðum króna á næsta ári sem er tæplega 3,5 milljörðum krónum meira en á þessu ári, þrátt fyrir boðaða lækkun upp á 0,25 prósentustig.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira