Körfubolti

Tryggvi Snær einn af besti leikmönnum Obradoiro í stóru tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tryggvi átti flottan leik í kvöld.
Tryggvi átti flottan leik í kvöld. vísir/getty

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Obradoiro fengu skell gegn Iberostar Tenerife, 78-52, er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Iberostar stakk af í öðrum leikhluta og var 32-23 yfir í hálfleik. Jafnræði en Iberostar skrefi á undan.

Iberostar voru með góð tök á leiknum í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur á Tryggva og félögum, 78-52, rúmlega tuttugu stiga skellur hjá Tryggva og félögum.

Tryggvi spilaði í rúmar 23 mínútur. Hann skoraði átta stig og tók níu fráköst. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum sem hann tók í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.