Viðskipti innlent

Kartöflubændur skipta plastpokum út fyrir bréfpoka

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar

Kartöflubændur á bænum Hákoti í Þykkvabæ hafa sagt skilið við plastpoka undir kartöflurnar sínar og pakka þeim nú í umhverfisvæna bréfpoka. Kartöflunum er handpakkað, pokarnir vigtaðir og saumað fyrir með handsaumavél.



Á bænum Hákoti eru Markús Ársælsson og Halldóra Hafsteinsdóttir, bændurnir á bænum, ásamt syni sínum, Ársæli að pakka kartöflum í nýju bréfpokana sem Ársæll á hugmyndina og heiðurinn að. Hann er með fyrirtækið Þúsund ára sveitaþorp sem markaðssetur pokana.



„Þetta snýst bara um að taka kartöflurnar og pakka í umhverfisvænar pakkningar í þeim tilgangi að reyna að losna við plastið. Er það ekki það sem við Íslendingar viljum? Reyna að minnka plastnotkun. Ég er búin að vinna í kartöflum frá því að ég var lítill krakki og hef því séð hvað við hentum miklu plasti, þannig að hugmyndin vaknaði í framhaldi af því,“ segir Ársæll sem hefur fengið mjög góðar viðtökur við nýju umbúðunum og í rauninni miklu meiri en hann þorði að vona.



Ársæll segir að ekki spilli fyrir að verkefnið byrji í plastlausum september. Maðurinn á pokunum er langafi Ársæls en þar sést hann taka upp kartöflur með gamalli kartöfluupptökuvél. Umhverfismál eru ofarlega í huga kartöflubænda segir Ársæll.



„Við þurfum að hugsa okkar gang og reyna að gera betur. Það er það sem ég er að reyna að gera með þessum umbúðum“.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×