Viðskipti innlent

Brimgarðar töpuðu 436 milljónum í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Gunnar Þór Gíslason.
Gunnar Þór Gíslason.
Eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu systkinanna Eggerts Árna, Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs og Halldórs Páls Gíslabarna, tapaði 436 milljónum króna á síðasta ári, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. Til samanburðar nam hagnaður félagsins 426 milljónum króna árið 2016.Eigið fé Brimgarða nam 2.959 milljónum króna í lok síðasta árs en á sama tíma átti félagið eignir upp á 10.998 milljónir króna.Samkvæmt ársreikningi eignarhaldsfélagsins átti það hlutabréf í fasteignafélaginu Eik upp á 2,3 milljarða króna í lok síðasta árs en um er að ræða stærstu einstöku eign félagsins. Brimgarðar áttu á sama tíma hlutabréf í Reitum að virði 1,5 milljarðar króna og í Kviku banka að virði 541 milljón króna. Félagið fór auk þess með eignarhluti að virði um 400 milljónir króna í Icelandair Group, Bank Nordik og Heimavöllum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,06
1
499
ICEAIR
0
3
1.166

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-0,96
1
169
ARION
-0,15
2
39.488
ICEAIR
0
3
1.166
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.