Viðskipti innlent

Brimgarðar töpuðu 436 milljónum í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Gunnar Þór Gíslason.
Gunnar Þór Gíslason.

Eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu systkinanna Eggerts Árna, Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs og Halldórs Páls Gíslabarna, tapaði 436 milljónum króna á síðasta ári, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. Til samanburðar nam hagnaður félagsins 426 milljónum króna árið 2016.

Eigið fé Brimgarða nam 2.959 milljónum króna í lok síðasta árs en á sama tíma átti félagið eignir upp á 10.998 milljónir króna.

Samkvæmt ársreikningi eignarhaldsfélagsins átti það hlutabréf í fasteignafélaginu Eik upp á 2,3 milljarða króna í lok síðasta árs en um er að ræða stærstu einstöku eign félagsins. Brimgarðar áttu á sama tíma hlutabréf í Reitum að virði 1,5 milljarðar króna og í Kviku banka að virði 541 milljón króna. Félagið fór auk þess með eignarhluti að virði um 400 milljónir króna í Icelandair Group, Bank Nordik og Heimavöllum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.