Viðskipti innlent

H&M Home á Hafnartorgi í október

Stefán Ó. Jónsson skrifar
H&M Home verður opnuð á Hafnartorgi í október.
H&M Home verður opnuð á Hafnartorgi í október.

Sænska fataverslunarkeðjan H&M opnar sína þriðju verslun á Íslandi á Hafnartorgi þann 12. október næstkomandi. H&M verslunin á Hafnartorgi, andspænis Arnarhóli, mun einnig hýsa fyrstu H&M Home á Íslandi, sem sérhæfir sig í hvers kyns heimilismunum.

Í tilkynningu frá H&M segir að verslunin á Hafnartorgi verði á tveimur hæðum. H&M er jafnframt fyrsta verslunin til að opna í verslunarkjarnanum á Hafnartorgi.

H&M mun reka þrjár verslanir á Íslandi þegar verslunin á Hafnartorgi verður opnuð um miðjan október. Fréttablaðið/Andri Marínó

Haft er eftir Dirk Roennefahrt, svæðisstjóra H&M á Íslandi og í Noregi, í tilkynningunni að mikil spenna sé í þeirra röðum fyrir opnuninni. „Síðan við opnuðum fyrstu verslun okkar á Íslandi hafa móttökurnar farið fram úr björtustu vonum og nú bætist H&M Home í flóruna. Við erum virkilega spennt fyrir framtíðinni og öllu því sem koma skal,“ segir Roennefahrt og vísar þar eflaust til þess að H&M seldi vörur fyrir um 2,5 milljarða á fyrsta árinu hér á landi.

Fyrir rekur keðjan tvær verslanir á Íslandi, eina í Kringlunni og hina í Smáralind.

Í verslun H&M á Hafnartorgi verður fáanlegur dömu- og herrafatnaður ásamt barnafatnaði, skóm og aukahlutum auk fyrrnefndra Home-vara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.