Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2018 10:57 Skúli Mogesen frá borðaklippingu við upphaf áætlunarflugs Wow Air til Miami. WOW Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. Þetta kemur fram í svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við fyrirspurn Vísis um gengi mála. Ekki fengust svör við því fyrir hve mikið væri búið að selja og á hvaða vöxtum. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, tjáði fréttastofu Bloomberg í síðustu vku að útboðinu myndi ljúka öðru hvoru megin við helgina. Það hefur því dregist. Hann sagði að útboðinu hefði verið tel tekið í Skandinavíu og í Lundúnum. Föstudaginn 31. ágúst sagði Skúli að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa „verulegan hluta skuldabréfaútboðsins.“ Viðbrögðin gæfu tilefni til að ætla að lágmarksmarkmiðið með útboðinu, að safna um 5,5 milljörðum króna, myndi nást. Það væri þó ekki í fullkomlega í hendi en á lokametrunum að sögn Skúla.Skráning á markað í Frankfurt á dagskrá Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðsins, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ Samkvæmt skilmálunum þarf Wow Air að standast ströng álagspróf vegna eiginfjár og lausafjár og þarf að bæta upplýsingagjöf til fjárfesta. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í Wow Air og dótturfélaga þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna og ber það 3 mánaða Euribor-vexti (-0,319 prósent) auk vaxtaálags sem áður hefur verið upplýst um að verði 9 prósent en er ekki tilgreint í skilmálunum sjálfum. Vextir upp á 9 prósent þykir býsna gott eins og aðstæður eru núna að sögn sérfræðinga á fjármálamarkaði sem Vísir hefur rætt við. Eins og fram hefur komið er það norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem annast skuldabréfaútboðið fyrir Wow Air. WOW Air Tengdar fréttir Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00 Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. 7. september 2018 10:58 Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7. september 2018 21:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. Þetta kemur fram í svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við fyrirspurn Vísis um gengi mála. Ekki fengust svör við því fyrir hve mikið væri búið að selja og á hvaða vöxtum. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, tjáði fréttastofu Bloomberg í síðustu vku að útboðinu myndi ljúka öðru hvoru megin við helgina. Það hefur því dregist. Hann sagði að útboðinu hefði verið tel tekið í Skandinavíu og í Lundúnum. Föstudaginn 31. ágúst sagði Skúli að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa „verulegan hluta skuldabréfaútboðsins.“ Viðbrögðin gæfu tilefni til að ætla að lágmarksmarkmiðið með útboðinu, að safna um 5,5 milljörðum króna, myndi nást. Það væri þó ekki í fullkomlega í hendi en á lokametrunum að sögn Skúla.Skráning á markað í Frankfurt á dagskrá Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðsins, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ Samkvæmt skilmálunum þarf Wow Air að standast ströng álagspróf vegna eiginfjár og lausafjár og þarf að bæta upplýsingagjöf til fjárfesta. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í Wow Air og dótturfélaga þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna og ber það 3 mánaða Euribor-vexti (-0,319 prósent) auk vaxtaálags sem áður hefur verið upplýst um að verði 9 prósent en er ekki tilgreint í skilmálunum sjálfum. Vextir upp á 9 prósent þykir býsna gott eins og aðstæður eru núna að sögn sérfræðinga á fjármálamarkaði sem Vísir hefur rætt við. Eins og fram hefur komið er það norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem annast skuldabréfaútboðið fyrir Wow Air.
WOW Air Tengdar fréttir Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00 Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. 7. september 2018 10:58 Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7. september 2018 21:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00
Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. 7. september 2018 10:58
Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7. september 2018 21:00