Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2018 10:57 Skúli Mogesen frá borðaklippingu við upphaf áætlunarflugs Wow Air til Miami. WOW Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. Þetta kemur fram í svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við fyrirspurn Vísis um gengi mála. Ekki fengust svör við því fyrir hve mikið væri búið að selja og á hvaða vöxtum. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, tjáði fréttastofu Bloomberg í síðustu vku að útboðinu myndi ljúka öðru hvoru megin við helgina. Það hefur því dregist. Hann sagði að útboðinu hefði verið tel tekið í Skandinavíu og í Lundúnum. Föstudaginn 31. ágúst sagði Skúli að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa „verulegan hluta skuldabréfaútboðsins.“ Viðbrögðin gæfu tilefni til að ætla að lágmarksmarkmiðið með útboðinu, að safna um 5,5 milljörðum króna, myndi nást. Það væri þó ekki í fullkomlega í hendi en á lokametrunum að sögn Skúla.Skráning á markað í Frankfurt á dagskrá Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðsins, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ Samkvæmt skilmálunum þarf Wow Air að standast ströng álagspróf vegna eiginfjár og lausafjár og þarf að bæta upplýsingagjöf til fjárfesta. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í Wow Air og dótturfélaga þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna og ber það 3 mánaða Euribor-vexti (-0,319 prósent) auk vaxtaálags sem áður hefur verið upplýst um að verði 9 prósent en er ekki tilgreint í skilmálunum sjálfum. Vextir upp á 9 prósent þykir býsna gott eins og aðstæður eru núna að sögn sérfræðinga á fjármálamarkaði sem Vísir hefur rætt við. Eins og fram hefur komið er það norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem annast skuldabréfaútboðið fyrir Wow Air. WOW Air Tengdar fréttir Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00 Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. 7. september 2018 10:58 Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7. september 2018 21:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. Þetta kemur fram í svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við fyrirspurn Vísis um gengi mála. Ekki fengust svör við því fyrir hve mikið væri búið að selja og á hvaða vöxtum. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, tjáði fréttastofu Bloomberg í síðustu vku að útboðinu myndi ljúka öðru hvoru megin við helgina. Það hefur því dregist. Hann sagði að útboðinu hefði verið tel tekið í Skandinavíu og í Lundúnum. Föstudaginn 31. ágúst sagði Skúli að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa „verulegan hluta skuldabréfaútboðsins.“ Viðbrögðin gæfu tilefni til að ætla að lágmarksmarkmiðið með útboðinu, að safna um 5,5 milljörðum króna, myndi nást. Það væri þó ekki í fullkomlega í hendi en á lokametrunum að sögn Skúla.Skráning á markað í Frankfurt á dagskrá Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðsins, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ Samkvæmt skilmálunum þarf Wow Air að standast ströng álagspróf vegna eiginfjár og lausafjár og þarf að bæta upplýsingagjöf til fjárfesta. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í Wow Air og dótturfélaga þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna og ber það 3 mánaða Euribor-vexti (-0,319 prósent) auk vaxtaálags sem áður hefur verið upplýst um að verði 9 prósent en er ekki tilgreint í skilmálunum sjálfum. Vextir upp á 9 prósent þykir býsna gott eins og aðstæður eru núna að sögn sérfræðinga á fjármálamarkaði sem Vísir hefur rætt við. Eins og fram hefur komið er það norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem annast skuldabréfaútboðið fyrir Wow Air.
WOW Air Tengdar fréttir Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00 Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. 7. september 2018 10:58 Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7. september 2018 21:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00
Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. 7. september 2018 10:58
Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7. september 2018 21:00