Körfubolti

Colin: Þegar ég kom var þetta eitt af markmiðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar

Colin Pryor er í landsliðshóp Íslands sem mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 á sunnudaginn en leikið verður í Portúgal.

Colin, sem kom hingað til lands 2013 segir að þetta hafi verið markmiðið frá því að hann kom fyrst til FSu. Síðar meir hefur hann svo spilað með Fjölni og Stjörnunni.

„Þegar ég kom hingað árið 2013 hafði ég markmið og þetta var klárlega eitt af þeim að komast í þessa stöðu,” sagði Colin í samtali við Tómas Þór Þórðarson á blaðamannafundi KKÍ.

„Ég lagði mig allan fram og hélt mér allan tímann við verkefnið. Það er mjög ánægjulegt að vera hérna á þessum tímapunkti.”

Hann lék tvo æfingarleiki gegn Noregi á dögunum en nú spilar hann sína fyrstu opinberu landsleiki.

„Þetta er ótrúlegt. Að komast í þessa stöðu tók sinn tíma en ef þú leggur þig allan fram þá er allt hægt,” sagði Pryor.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.