Upphitun: Hver vinnur í gufubaðinu í Singapúr? Bragi Þórðarson skrifar 14. september 2018 06:00 Hamilton mætir til leiks í Singapúr. vísir/getty Um helgina verður keppt undir flóðljósunum við höfn Singapúr er fimmtánda umferðin í Formúlu 1 fer fram. Kappaksturinn er einn sá magnaðasti ár hvert, ekki bara vegna þess að keyrt er að nóttu til, heldur er Marina Bay brautin ein sú erfiðasta á dagatalinu. „Þetta er eins og að keyra í gufubaði‘‘ sagði Stoffel Vandoorne eftir kappaksturinn í Singapúr í fyrra. Lofthiti fer oft yfir 30 gráður og rakastigið er u.þ.b. 80 prósent. Brautin er rúmir fimm kílómetrar að lengd og missa ökumenn þrjú til fjögur kíló í kappakstrinum.10 ár liðin frá „crashgate” Það hefur verið keppt á brautinni öll ár frá 2008 og hafa margir eftirminnilegir kappakstrar átt sér stað í Singapúr. Í fyrra skullu Ferrari bílarnir saman á fyrsta hring með þeim afleiðingum að bæði Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel urðu frá að hverfa. Árið 2008, fyrsta ár keppninnar, kom upp eitt vafasamasta augnablik í 60 ára sögu Formúlu 1. Þá klessti Nelson Piquet Jr. Renault bíl sínum á vegg með þeim afleiðingum að öryggisbíllinn var kallaður út. Þá gat liðsfélagi Piquet, Fernando Alonso, farið inná þjónustusvæðið og fyrir vikið vann Alonso kappaksturinn. Ári eftir atvikið kom í ljós að Renault liðið skipaði Piquet að klessa viljandi á vegginn til að fá öryggisbílinn út. Allir helstu stjórnarmenn liðsins voru settir í bann frá Formúlu 1, liðið missti alla styrktaraðila sýna og hætti starfsemi ári seinna. Renault snéri þó aftur í sportið árið 2016.Hvað gerir Vettel sem þarf sigur?vísir/gettyVettel þarf sigur Það var í þessari keppni í fyrra sem að titilslagur Sebastian Vettel tók ranga stefnu eftir samstuðið við Raikkonen. Nú er Þjóðverjinn 30 stigum á eftir aðal keppinauti sínum, Lewis Hamilton, í slagnum um titil ökumanna. Vettel þarf því á sigri að halda ef hann ætlar að stoppa Bretann í að ná sínum fimmta titli. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræsing í kappakstrinum verður klukkan 12 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Um helgina verður keppt undir flóðljósunum við höfn Singapúr er fimmtánda umferðin í Formúlu 1 fer fram. Kappaksturinn er einn sá magnaðasti ár hvert, ekki bara vegna þess að keyrt er að nóttu til, heldur er Marina Bay brautin ein sú erfiðasta á dagatalinu. „Þetta er eins og að keyra í gufubaði‘‘ sagði Stoffel Vandoorne eftir kappaksturinn í Singapúr í fyrra. Lofthiti fer oft yfir 30 gráður og rakastigið er u.þ.b. 80 prósent. Brautin er rúmir fimm kílómetrar að lengd og missa ökumenn þrjú til fjögur kíló í kappakstrinum.10 ár liðin frá „crashgate” Það hefur verið keppt á brautinni öll ár frá 2008 og hafa margir eftirminnilegir kappakstrar átt sér stað í Singapúr. Í fyrra skullu Ferrari bílarnir saman á fyrsta hring með þeim afleiðingum að bæði Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel urðu frá að hverfa. Árið 2008, fyrsta ár keppninnar, kom upp eitt vafasamasta augnablik í 60 ára sögu Formúlu 1. Þá klessti Nelson Piquet Jr. Renault bíl sínum á vegg með þeim afleiðingum að öryggisbíllinn var kallaður út. Þá gat liðsfélagi Piquet, Fernando Alonso, farið inná þjónustusvæðið og fyrir vikið vann Alonso kappaksturinn. Ári eftir atvikið kom í ljós að Renault liðið skipaði Piquet að klessa viljandi á vegginn til að fá öryggisbílinn út. Allir helstu stjórnarmenn liðsins voru settir í bann frá Formúlu 1, liðið missti alla styrktaraðila sýna og hætti starfsemi ári seinna. Renault snéri þó aftur í sportið árið 2016.Hvað gerir Vettel sem þarf sigur?vísir/gettyVettel þarf sigur Það var í þessari keppni í fyrra sem að titilslagur Sebastian Vettel tók ranga stefnu eftir samstuðið við Raikkonen. Nú er Þjóðverjinn 30 stigum á eftir aðal keppinauti sínum, Lewis Hamilton, í slagnum um titil ökumanna. Vettel þarf því á sigri að halda ef hann ætlar að stoppa Bretann í að ná sínum fimmta titli. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræsing í kappakstrinum verður klukkan 12 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira