Viðskipti innlent

HB Grandi sækir framkvæmdastjóra til Brims

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ægir Páll Friðbertsson hefur undanfarin þrjú ár gengt starfi framkvæmdastjóra Brims.
Ægir Páll Friðbertsson hefur undanfarin þrjú ár gengt starfi framkvæmdastjóra Brims. HB GRANDI

Ægir Páll Friðbertsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HB Granda. Ráðning hans kemur í kjölfar breytinga á skipuriti félagsins, sem samþykktar voru á stjórnarfundi í gær. Breytingunum er ætlað að einfalda skipulag HB Granda, auk þess sem þeim er ætlað að styðja við „aukna áherslu félagsins á kjarnastarfsemi“ félagsins, eins og það er orðað á vef HB Granda.

Með breytingunum varð til nýtt framkvæmdastjórastarf í félaginu sem hafa mun umsjón með botnfisk-, uppsjávar-, markaðs- og mannauðssvið HB Granda. Fækkað verður jafnframt í framkvæmdarstjórn félagsins og verður hún skipuð forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra eftir breytingarnar.

Ægir Páll, sem ráðinn var framkvæmdastjóri sem fyrr segir, er Cand. oecon frá HÍ og segir á vef HB Granda að hann hafi jafnframt „ lokið öllum námskeiðum í mastersnámi í fjármálum frá HÍ. Ægir Páll hefur í nærri tvo áratugi starfað sem stjórnandi eða ráðgjafi sjávarútvegsfyrirtækja en áður var hann lánasérfræðingur og viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka í níu ár. Undanfarin þrjú ár hefur hann gengt starfi framkvæmdastjóra Brims hf.“

Ægir ætti því að þekkja nýjan yfirmann sinn vel en forstjóri HB Granda, Guðmundur Kristjánsson, fór áður með stjórnartaumana í Brim. Brim er enn í eigu Guðmundar en hann sagði sig úr stjórn félagsins í júlí síðastliðnum. Brim keypti 34 prósenta hlut í HB Granda í vor og í kjölfarið settist Guðmundur í stól forstjóra útgerðarinnar.

Hér að neðan má sjá nýtt skipurit HB Granda.

HB GRANDI

Tengdar fréttir

Hagnast um 900 milljónir við söluna

"Þetta eru skynsamleg kaup fyrir HB Granda,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, um kaup útgerðarinnar á Ögurvík af Brimi.

Studdu ekki brottrekstur forstjórans

Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.