Viðskipti innlent

Vestmannaeyjabær höfðar mál gegn Landsbankanum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa.
Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa. Vísir/Pjetur

Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar samþykkti í dag að höfða dómsmál á hendur Landsbankanum vegna þess sem bærinn kallar „greiðslu réttmæts endurgjalds fyrir stofnfjárhluti í Sparisjóði Vestmannaeyja.“

Í tilkynningu frá bæjarráðinu eru sjónarmið Vestmannaeyjabæjar rakin og segir þar við yfirtöku Sparisjóðsins árið 2015 hafi Landsbankinn greitt stofnfjáreigendum samtals 332 milljónir króna fyrir allt stofnfé í sjóðnum.

„Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin, sem áttu um 10% og 5% hlut í Sparisjóðnum höfðu efasemdir um verðmatið og þrátt fyrir mótmæli Landsbankans féllust dómstólar á beiðni þessara tveggja stofnfjáreigenda um að dómkveðja tvo matsmenn til að meta verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins,“ segir í tilkynningu frá bæjarráðinu og bætt við að matsmennirnir hafi verið endurskoðandinn Árni Tómasson og Ásgeir Jónsson hagfræðingur.

Sjá einnig: Vill að Landsbankinn sýni lágmarks sanngirni

„Niðurstaða hinna dómkvöddu matsmanna var sú að verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins var 483 m.kr. eða 151 m.kr. (45%) hærri fjárhæð heldur en Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum við yfirtökuna,“ segir í tilkynningunni.

Þegar matsgerðin lá fyrir var farið fram á að Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum mismuninn fyrir eign þeirra í Sparisjóðnum, en því hafi Landsbankinn nú hafnað.

„Vestmannaeyjabær harmar þessa afstöðu ríkisbankans Landsbankans og hefur ákveðið að leita réttar síns fyrir dómstólum til að fá réttmætt endurgjald fyrir stofnfjárhluti sína.

Fari svo að dómstólar dæmi Vestmannaeyjabæ í vil, mun það hafa áhrif á aðra stofnfjáreigendur, svo sem einstaklinga, lífeyrissjóði og fyrirtæki.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.