Viðskipti innlent

Elín Oddný í stjórn Íbúðalánasjóðs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Elín Oddný Sigurðardóttir á kosningavöku Vinstri Grænna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor.
Elín Oddný Sigurðardóttir á kosningavöku Vinstri Grænna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor.
Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað Elínu Oddnýju Sigurðardóttur í stjórn Íbúðalánasjóðs í stað Drífu Snædal.

Greint er frá skipun Elínar í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar er þess jafnframt getið að Elín er varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna í Reykjavík.

Drífa Snædal tilkynnti um uppsögn sína úr stjórn sjóðsins þann 3. ágúst síðastliðinn, en fjórum dögum síðar tilkynnti hún um framboð sitt til embættis forseta ASÍ. Hún hafði setið í stjórn Íbúðalánasjóðs frá árinu 2014.


Tengdar fréttir

Drífa hættir í stjórn Íbúðalánasjóðs

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, tilkynnti í dag félags- og jafnréttismálaráðherra um úrsögn sína úr stjórn Íbúðalánasjóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×