Gátu ekki sýnt fram á verðlækkanir Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2018 11:02 Netverslunin auglýsti tilboðsverð - en gátu ekki sannað að fyrra verð ætti við rök að styðjast. vísir/getty Netversluninni Nýkaup tókst ekki að sýna með óyggjandi hætti fram á auglýstar verðlækkanir, að mati Neytendastofu. Nýkaup hefur því verið bannað að auglýsa tilboðsverðin fyrr en úrbætur hafa verið gerðar, ellegar eiga á hættu að verða sektað. Neytendastofa fór fram á að Nýkaup færði sönnur fyrir því að eftirgreindar vörur á vefsíðunni nykaup.is hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Stofnuninni höfðu borist kvartanir frá neytendum sem sögðu að þessar vörur hafi ekki verið til sölu á auglýstu verði: 1. Stjörnulampi. Fyrra verð: 5.870 kr. 2. Orginal Hurricane sjálfvirkur skrúbbur. Fyrra verð: 15.690 kr. 3. Þráðlaus Bluetooth heyrnatól. Fyrra verð: 14.780 kr. 4. K2 heilsuúr með 0,95ꞌꞌ OLED snertiskjá. Fyrra verð: 24.995 kr Nýkaup sagði í bréfi sínu til Neytendastofu að að í öllum tilvikum sem netversluninni auglýsi vörur á lækkuðu verði, líkt og gert hafi verið í tilfelli þessara fjögurra vara, hafi þær verið seldar og boðnar til sölu á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð á heimasíðunni. Fyrirtækið lofaði bót og betrun, meðal annars í formi tæknilegrar útfærslu sem gæti haldið utan um slíkar upplýsingar svo unnt væri „með auðveldum hætti að sýna fram á að vörur hafi verið boðnar til sölu á upprunalegu verði í tiltekinn tíma.“ Á meðan á málsmeðferð Neytendastofu stóð voru öll tilboðin á nykaup.is tekin út nema á einni vöru og stofnuninni sendar tvær kvittanir til staðfestingar á að sú vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa taldi það þó ekki fullnægjandi, enn ætti eftir að sanna að hinar vörurnar þrjár hefðu verið á fyrrgreindu verði áður en tilboðið tók gildi. „Á seljanda hvílir afdráttarlaus skylda til að geta sannað að vara sem boðin er á lækkuðu verði, hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Þessi skylda á við óháð stærð rekstursins, öðrum markaðsaðstæðum eða tækni seljanda. Nýkaup hefur ekki lagt fram gögn til staðfestingar á því að vörurnar sem vísað var til í fyrsta bréfi Neytendastofu hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Nýkaup var því bannað að viðhalda fyrrnefnda viðskiptahætti. Fari fyrirtækið ekki eftir úrskurði Neytendastofu gæti netverslunin hlotið sektir. Neytendur Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira
Netversluninni Nýkaup tókst ekki að sýna með óyggjandi hætti fram á auglýstar verðlækkanir, að mati Neytendastofu. Nýkaup hefur því verið bannað að auglýsa tilboðsverðin fyrr en úrbætur hafa verið gerðar, ellegar eiga á hættu að verða sektað. Neytendastofa fór fram á að Nýkaup færði sönnur fyrir því að eftirgreindar vörur á vefsíðunni nykaup.is hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Stofnuninni höfðu borist kvartanir frá neytendum sem sögðu að þessar vörur hafi ekki verið til sölu á auglýstu verði: 1. Stjörnulampi. Fyrra verð: 5.870 kr. 2. Orginal Hurricane sjálfvirkur skrúbbur. Fyrra verð: 15.690 kr. 3. Þráðlaus Bluetooth heyrnatól. Fyrra verð: 14.780 kr. 4. K2 heilsuúr með 0,95ꞌꞌ OLED snertiskjá. Fyrra verð: 24.995 kr Nýkaup sagði í bréfi sínu til Neytendastofu að að í öllum tilvikum sem netversluninni auglýsi vörur á lækkuðu verði, líkt og gert hafi verið í tilfelli þessara fjögurra vara, hafi þær verið seldar og boðnar til sölu á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð á heimasíðunni. Fyrirtækið lofaði bót og betrun, meðal annars í formi tæknilegrar útfærslu sem gæti haldið utan um slíkar upplýsingar svo unnt væri „með auðveldum hætti að sýna fram á að vörur hafi verið boðnar til sölu á upprunalegu verði í tiltekinn tíma.“ Á meðan á málsmeðferð Neytendastofu stóð voru öll tilboðin á nykaup.is tekin út nema á einni vöru og stofnuninni sendar tvær kvittanir til staðfestingar á að sú vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa taldi það þó ekki fullnægjandi, enn ætti eftir að sanna að hinar vörurnar þrjár hefðu verið á fyrrgreindu verði áður en tilboðið tók gildi. „Á seljanda hvílir afdráttarlaus skylda til að geta sannað að vara sem boðin er á lækkuðu verði, hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Þessi skylda á við óháð stærð rekstursins, öðrum markaðsaðstæðum eða tækni seljanda. Nýkaup hefur ekki lagt fram gögn til staðfestingar á því að vörurnar sem vísað var til í fyrsta bréfi Neytendastofu hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Nýkaup var því bannað að viðhalda fyrrnefnda viðskiptahætti. Fari fyrirtækið ekki eftir úrskurði Neytendastofu gæti netverslunin hlotið sektir.
Neytendur Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira