Fótbolti

Fyrirmyndarfótboltapabbi í nýrri auglýsingu enska knattspyrnusambandsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ungir fótboltakrakkar þurfa jákvæðan stuðning.
Ungir fótboltakrakkar þurfa jákvæðan stuðning. Mynd/Twitter/FA

Enska knattspyrnusambandið er í herferð sem á að berjast fyrir því að ungir knattspyrnuiðkendur fá fleiri tækifæri og meira rými til að gera mistök á þroskagöngu sinni sem fótboltakrakkar.

„90 prósent barna spila betur með jákvæðri hvatningu,“ segir í færslu æa Twitter-síðu enska sambandsins og þar er líka myndband sem fær flesta til að hlýna um hjartaræturnar.Myndbandið sýnir ungan strák sem ætlar heldur betur að standa sig í leik þar sem að pabbi hans er mættur til að horfa.

Það gengur hins vegar ekkert upp hjá stráknum í leiknum og honum finnst hann hafa brugðist pabba sínum.

Það sem hann gerir sér ekki grein fyrir að hann á fyrirmyndarfótboltapabba sem sér strákinn sinn í réttu ljósi og notar jákvæða hvatningu til að hjálpa drengnum sínum við að sigrast á þessu mótlæti.

Auglýsingin er hluti af Respect herferðinni sem á að styðja við bakið á ungu fótboltafólki.

Þessi auglýsing á einnig mjög vel hér á Íslandi þar sem nokkrir fótboltapabbar (og mömmur) hafa gengið alltof langt í því að setja of mikla pressu á börnin sín.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.