Viðskipti innlent

Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar

Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. Ítrekað er aðeins einnar krónu munur á vörum og segir hún þögult samráð eiga sér stað.

Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á matvöru á milli verslanna á nokkura vikna fresti ár hvert. Eftir síðustu könnun benti Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, á að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu mun á vörum milli Bónus og Krónunnar.

Hún segir Bónus leiðandi í lágu verði en Krónuna fylgja fast á eftir. Augljóst sé að verslanirnar fylgist náið með hvor annarri og kallar hún það þögult samráð. „Við fengum í raun staðfestingu á þessu þögla samráði þegar Costco kom inn á markaðinn í fyrra. Þetta er ákveðið þögult samráð. Það þýðir ekki að ákveðnir aðilar hittast í reykfylltu bakherbergi og ákveði með sér að vera með verð á ákveðnum stað. Heldur fylgjast þessir aðilar bara náið með hvorum öðrum,” segir Auður Alfa.

Hvorug græðir á verðstríði
Hún segir verslanirnar sjá það í hendi sér að hvorug græði á því að vera í verðstríði. Hún vill sjá meiri samkeppni á markaði og að ytri aðstæður eins og hagstætt gengi skili sér í betra vöruverði hér á landi. „Þessi verðstöðugleiki, eða verðbil, sem verslanir hafa verið að setja er ekki af því að þær geti ekki lækkað verð. Heldur bara vegna þess að þær sjá sér ekki hag í því,” segir hún.

Aðspurð hvort þetta sé meðvitað samráð segir hún að svo sé en þetta sé ekki skipulagt samráð. „Þeir eru ekki að hittast og leggja á ráðin hvernig þeir ætla að verðleggja vörurnar. Þetta er bara ákveðin hegðun sem á sér stað,” segir hún.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,05
15
153.714
ORIGO
1,37
3
3.230
ICEAIR
1,28
14
75.005
MAREL
0,72
13
102.384
ARION
0,63
6
350.347

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,73
1
149
FESTI
-0,62
1
5.186
EIK
-0,54
4
41.860
REITIR
-0,46
4
137.870
REGINN
-0,44
2
22.725
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.