Erlent ráðgjafafyrirtæki kemur að ráðningu nýs forstjóra hjá Icelandair Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2018 11:49 Björgólfur Jóhannsson sagði starfi sínu lausu þann 27. ágúst síðastliðinn. Fréttablaðið/GVA Stjórn Icelandair Group hefur ráðið alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Spencer Stuart annars vegar og Capacent á Íslandi hins vegar til þess að hafa umsjón með ráðningarferli á nýjum forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group. „Það er mikilvægt að vel takist til við ráðningu forstjóra félagsins. Staða þess er sterk en jafnframt krefjandi og við teljum það mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumum félagsins á þessum tímapunkti. Með því að nýta okkur sérþekkingu og tengslanet erlendra og innlendra aðila vonumst við til þess að geta valið úr hópi framúrskarandi einstaklinga til þess að leiða félagið til framtíðar,“ er haft eftir Úlfari Steindórssyni, stjórnarformanni Icelandair Group. Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group sagði upp starfi sínu hjá félaginu í lok ágúst. Hann tók ákvörðun um afsögn sína eftir að félagið lækkaði töluvert afkomuspá sína fyrir árið 2018. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair Group, tók tímabundið við stöðunni þar til nýr forstjóri er ráðinn. Spencer Stuart var stofnað árið 1956 og er meðal leiðandi ráðgjafarfyrirtækja í heiminum á sviði stjórnendaráðninga, að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair Group. Fyrirtækið er með 56 skrifstofur í 30 löndum. Thierry Lindenau, yfirmaður stjórnendaráðninga á sviði flugrekstrar hjá Spencer Stuart, mun leiða vinnu fyrirtækisins við ráðningu forstjóra Icelandair Group. Capacent á Íslandi er hluti af Capacent Holding AB í Svíþjóð sem var upphaflega stofnað árið 1983. Hjá Capacent á Íslandi starfa um 50 ráðgjafar og mun Hilmar Hjaltason, ráðgjafi og meðeigandi hjá Capacent leiða verkefnið fyrir hönd Capacent. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair flytur störf til útlanda Áhafnir verða þá áfram íslenskar. 30. ágúst 2018 11:17 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Icelandair bregst við hækkandi olíuverði Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. 30. ágúst 2018 22:23 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Stjórn Icelandair Group hefur ráðið alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Spencer Stuart annars vegar og Capacent á Íslandi hins vegar til þess að hafa umsjón með ráðningarferli á nýjum forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group. „Það er mikilvægt að vel takist til við ráðningu forstjóra félagsins. Staða þess er sterk en jafnframt krefjandi og við teljum það mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumum félagsins á þessum tímapunkti. Með því að nýta okkur sérþekkingu og tengslanet erlendra og innlendra aðila vonumst við til þess að geta valið úr hópi framúrskarandi einstaklinga til þess að leiða félagið til framtíðar,“ er haft eftir Úlfari Steindórssyni, stjórnarformanni Icelandair Group. Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group sagði upp starfi sínu hjá félaginu í lok ágúst. Hann tók ákvörðun um afsögn sína eftir að félagið lækkaði töluvert afkomuspá sína fyrir árið 2018. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair Group, tók tímabundið við stöðunni þar til nýr forstjóri er ráðinn. Spencer Stuart var stofnað árið 1956 og er meðal leiðandi ráðgjafarfyrirtækja í heiminum á sviði stjórnendaráðninga, að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair Group. Fyrirtækið er með 56 skrifstofur í 30 löndum. Thierry Lindenau, yfirmaður stjórnendaráðninga á sviði flugrekstrar hjá Spencer Stuart, mun leiða vinnu fyrirtækisins við ráðningu forstjóra Icelandair Group. Capacent á Íslandi er hluti af Capacent Holding AB í Svíþjóð sem var upphaflega stofnað árið 1983. Hjá Capacent á Íslandi starfa um 50 ráðgjafar og mun Hilmar Hjaltason, ráðgjafi og meðeigandi hjá Capacent leiða verkefnið fyrir hönd Capacent.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair flytur störf til útlanda Áhafnir verða þá áfram íslenskar. 30. ágúst 2018 11:17 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Icelandair bregst við hækkandi olíuverði Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. 30. ágúst 2018 22:23 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27
Icelandair bregst við hækkandi olíuverði Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. 30. ágúst 2018 22:23