Advania kaupir Wise Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2018 13:58 Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. Aðsend Hugbúnaðarfyrirtækið Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Wise, þar sem starfa um 80 sérfræðingar í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu. Fram kemur í tilkynningu frá Advania að enn sé þó beðið eftir því að Samkeppniseftirlitið leggi blessun sína yfir kaupin. Wise var áður í eigu AKVA group í Noregi en fyrirtækinu er lýst sem stórtækum söluaðila á Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum. Wise hafi einnig sérhæft sig í lausnum fyrir sveitarfélög, sjávarútveg, fjármál og ýmiskonar sérfræðiþjónustu. Stjórnendur Advania vona að með kaupunum verði til „eining sem hefur alla burði til að keppa við alþjóðleg fyrirtæki á þessum markaði,“ enda starfi hjá Advania sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV - rétt eins og hjá Wise. Haft er eftir Ægi Má Þórissyni, forstjóra Advania á Íslandi, í tilkynningunni að mikil tækifæri felist í þessari sameiningu. „Lausnaframboð Wise fellur mjög vel að lausnaframboði Advania og við getum nýtt þekkingu og stærð okkar til að þjónusta fleiri atvinnugreinar. Upplýsingatæknibransinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og með sameiningunni sjáum við fyrir okkur að geta stóreflt þjónustu við viðskiptavini, bæði hér á landi og erlendis. Við erum tilbúin í sókn á alþjóðamarkaði og sameiningin styrkir okkur svo um munar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi,“ segir Ægir. Í tilkynningunni tekur Kristinn Eiríksson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania, í sama streng. „Wise hefur náð glæsilegum árangri bæði hér heima og út fyrir landsteinana sem er ekki síst að þakka frábæru starfsfólki sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Við hlökkum til að fá þau til liðs við okkur. Eftir sameiningu verður Advania með um 200 starfsmenn sem sérhæfa sig í viðskipta- og framleiðnilausnum Microsoft og því með burði til að þróa áfram frábærar lausnir og veita fyrirmyndar þjónustu,“ segir Kristinn. Helstu vörutegundir Wise eru NAV í áskrift, Wise Analyzer greiningartól, sveitarfélagalausnir og aðrar viðskiptalausnir. Meðal þeirra er WiseFish, sérhönnuð lausn fyrir sjávarútveg. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Wise, þar sem starfa um 80 sérfræðingar í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu. Fram kemur í tilkynningu frá Advania að enn sé þó beðið eftir því að Samkeppniseftirlitið leggi blessun sína yfir kaupin. Wise var áður í eigu AKVA group í Noregi en fyrirtækinu er lýst sem stórtækum söluaðila á Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum. Wise hafi einnig sérhæft sig í lausnum fyrir sveitarfélög, sjávarútveg, fjármál og ýmiskonar sérfræðiþjónustu. Stjórnendur Advania vona að með kaupunum verði til „eining sem hefur alla burði til að keppa við alþjóðleg fyrirtæki á þessum markaði,“ enda starfi hjá Advania sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV - rétt eins og hjá Wise. Haft er eftir Ægi Má Þórissyni, forstjóra Advania á Íslandi, í tilkynningunni að mikil tækifæri felist í þessari sameiningu. „Lausnaframboð Wise fellur mjög vel að lausnaframboði Advania og við getum nýtt þekkingu og stærð okkar til að þjónusta fleiri atvinnugreinar. Upplýsingatæknibransinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og með sameiningunni sjáum við fyrir okkur að geta stóreflt þjónustu við viðskiptavini, bæði hér á landi og erlendis. Við erum tilbúin í sókn á alþjóðamarkaði og sameiningin styrkir okkur svo um munar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi,“ segir Ægir. Í tilkynningunni tekur Kristinn Eiríksson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania, í sama streng. „Wise hefur náð glæsilegum árangri bæði hér heima og út fyrir landsteinana sem er ekki síst að þakka frábæru starfsfólki sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Við hlökkum til að fá þau til liðs við okkur. Eftir sameiningu verður Advania með um 200 starfsmenn sem sérhæfa sig í viðskipta- og framleiðnilausnum Microsoft og því með burði til að þróa áfram frábærar lausnir og veita fyrirmyndar þjónustu,“ segir Kristinn. Helstu vörutegundir Wise eru NAV í áskrift, Wise Analyzer greiningartól, sveitarfélagalausnir og aðrar viðskiptalausnir. Meðal þeirra er WiseFish, sérhönnuð lausn fyrir sjávarútveg.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira