Vann bókabúð í happdrætti og flytur til Wales Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. september 2018 15:04 Fráfarandi eigandi Bookends, Paul Morris, tekur hér í hönd hins hollenska Ceisjan van Heerden, oftast kallaður C.J., sem tekur við rekstri verslunarinnar ásamt Sveinbirni í byrjun nóvember. TivySide Hinn 23 ára gamli Sveinbjörn Stefán Einarsson mun á næstu mánuðum venda kvæði sínu í kross og taka við rekstri bókaverslunar í velskum smábæ. Ástæðan er einföld: Hollenskur vinur hans vann verslunina á tombólu og óskaði eftir liðsinni þess íslenska. Í samtali við Vísi útskýrir Sveinbjörn fyrir blaðamanni hvernig þessi óvenjulega framvinda er tilkomin. Hollenski vinur hans, sem Sveinbjörn kynntist í gegnum spilun netleiksins EVE Online, er búsettur skammt utan við bæinn Cardigan í vesturhluta Wales. Sveinbjörn segir að hinn hollenski C.J. leggi reglulega leið sína í bæinn, þá ekki síst til að versla í umræddri bókabúð, Bookends. Eigendur bókabúðarinnar, hjónin Paul og Leila Morris, ákváðu í upphafi árs að draga sig úr rekstri verslunarinnar. Þrátt fyrir að þau elskuðu starfið sitt og hefðu rekið bókabúðina réttu megin við núllið undanfarin tvö ár vilji þau verja meiri tíma með þeirra nánustu, eftir sviplegt fráfall í fjölskyldunni.Sveinbjörn Stefán Einarsson er spenntur fyrir bókabúðarekstrinum.Þorgerður Erla AndrésdóttirÍ stað þess að selja búðina brugðu Morris-hjónin á það framúrstefnulega ráð að blása til hlutaveltu. Hver sá sem eyddi meira en 20 pundum í versluninni í sumar fór í pott og átt möguleika á að vinna verslunina, með öllum þeim þúsundum bóka sem þar er að finna. Einu skilyrðin voru að rekstri bókabúðarinnar yrði haldið áfram, enda orðinn mikilvægur liður í bæjarlífinu. Sá hollenski sló til og lét íslenska vin sinn vita að ef svo færi að hann myndi vinna verslunina þyrfti Sveinbjörn að aðstoða hann við rekstur bókabúðarinnar. Það var svo síðastliðinn laugardag sem Sveinbjörn fékk símtalið, C.J. hafi verið dreginn út og því ekkert annað í stöðunni fyrir Sveinbjörn en að flytjast búferlum og hefja bókabúðarekstur. Þrátt fyrir að tíðindin hafi komið flatt upp á hann segir Sveinbjörn að hann hlakki til verkefnisins. „Maður fær ekki oft þetta tækifæri,“ segir Sveinbjörn sem segist vera á „fullu núna að reyna að koma sér út.“ Þeir Sveinbjörn og C.J. fá verslunina í hendurnar þann 5. nóvember næstkomandi og munu þeir tveir alfarið sjá um rekstur bókabúðarinnar. Sveinbjörn segir að um fullt starf verði að ræða, núverandi eigendur hafi til að mynda sagt að þau séu að sex daga vikunnar. Búðin sé þó engu að síður nokkuð sjálfbær. Sveinbjörn segir að þeir hafi fengið að sjá lykiltölur úr rekstrinum sem „líta vel út“ - ekki síst vegna fjölda fastagesta, eins og C.J., sem leggja reglulega leið sína í Bookends. Sveinbjörn segir að þeir félagar muni reyna að fikra sig áfram við reksturinn. Þeir hafi áhuga á að auka hlut borðspila í versluninni en það verði einfaldlega að ráðast af áhuga bæjarbúa. „Þetta er lítill bær og það fer allt eftir því hvað við komumst upp með að gera.“ Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Sveinbjörn Stefán Einarsson mun á næstu mánuðum venda kvæði sínu í kross og taka við rekstri bókaverslunar í velskum smábæ. Ástæðan er einföld: Hollenskur vinur hans vann verslunina á tombólu og óskaði eftir liðsinni þess íslenska. Í samtali við Vísi útskýrir Sveinbjörn fyrir blaðamanni hvernig þessi óvenjulega framvinda er tilkomin. Hollenski vinur hans, sem Sveinbjörn kynntist í gegnum spilun netleiksins EVE Online, er búsettur skammt utan við bæinn Cardigan í vesturhluta Wales. Sveinbjörn segir að hinn hollenski C.J. leggi reglulega leið sína í bæinn, þá ekki síst til að versla í umræddri bókabúð, Bookends. Eigendur bókabúðarinnar, hjónin Paul og Leila Morris, ákváðu í upphafi árs að draga sig úr rekstri verslunarinnar. Þrátt fyrir að þau elskuðu starfið sitt og hefðu rekið bókabúðina réttu megin við núllið undanfarin tvö ár vilji þau verja meiri tíma með þeirra nánustu, eftir sviplegt fráfall í fjölskyldunni.Sveinbjörn Stefán Einarsson er spenntur fyrir bókabúðarekstrinum.Þorgerður Erla AndrésdóttirÍ stað þess að selja búðina brugðu Morris-hjónin á það framúrstefnulega ráð að blása til hlutaveltu. Hver sá sem eyddi meira en 20 pundum í versluninni í sumar fór í pott og átt möguleika á að vinna verslunina, með öllum þeim þúsundum bóka sem þar er að finna. Einu skilyrðin voru að rekstri bókabúðarinnar yrði haldið áfram, enda orðinn mikilvægur liður í bæjarlífinu. Sá hollenski sló til og lét íslenska vin sinn vita að ef svo færi að hann myndi vinna verslunina þyrfti Sveinbjörn að aðstoða hann við rekstur bókabúðarinnar. Það var svo síðastliðinn laugardag sem Sveinbjörn fékk símtalið, C.J. hafi verið dreginn út og því ekkert annað í stöðunni fyrir Sveinbjörn en að flytjast búferlum og hefja bókabúðarekstur. Þrátt fyrir að tíðindin hafi komið flatt upp á hann segir Sveinbjörn að hann hlakki til verkefnisins. „Maður fær ekki oft þetta tækifæri,“ segir Sveinbjörn sem segist vera á „fullu núna að reyna að koma sér út.“ Þeir Sveinbjörn og C.J. fá verslunina í hendurnar þann 5. nóvember næstkomandi og munu þeir tveir alfarið sjá um rekstur bókabúðarinnar. Sveinbjörn segir að um fullt starf verði að ræða, núverandi eigendur hafi til að mynda sagt að þau séu að sex daga vikunnar. Búðin sé þó engu að síður nokkuð sjálfbær. Sveinbjörn segir að þeir hafi fengið að sjá lykiltölur úr rekstrinum sem „líta vel út“ - ekki síst vegna fjölda fastagesta, eins og C.J., sem leggja reglulega leið sína í Bookends. Sveinbjörn segir að þeir félagar muni reyna að fikra sig áfram við reksturinn. Þeir hafi áhuga á að auka hlut borðspila í versluninni en það verði einfaldlega að ráðast af áhuga bæjarbúa. „Þetta er lítill bær og það fer allt eftir því hvað við komumst upp með að gera.“
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira