Stýrivextir Argentínu hækkaðir í 60 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 23:17 Það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu. Vísir/AP Seðlabanki Argentínu hafa hækkað stýrivexti þar í landi upp í 60 prósent og er ríkið með hæstu stýrivexti í heiminum eftir fimmtán prósentustiga hækkun. Markmið hækkunarinnar er að byggja upp traust á efnahagi Argentínu og tryggja gjaldmiðil landsins í sessi. Argentínski pesóinn lækkaði í virði um rúm tíu prósent í dag, þrátt fyrir aðgerðir seðlabankans og er það mesta lækkun gjaldmiðilsins frá 2015. Verðbólga í Argentínu er 30 prósent og það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu.Ríkisstjórn Argentínu hefur sömuleiðis leitað eftir hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og beðið um að 50 milljarða dala láni til ríkisins verði flýtt. Vonast var til að það myndi bæta ástandið. Argentína er hins vegar verulega skuldsett og skuldar mikið í dölum. Dalurinn hefur verið að styrkjast að undanförnu og er því erfiðara fyrir ríkið að greiða af skuldum sínum. Lánbeiðnin virðist þó ekki hafa hjálpað. Þess í stað hafa áhyggjur af því að Argentína geti ekki greitt skuldir sínar aukist meðal fjárfesta. Fjárfestar telja nú, samkvæmt miðlum ytra, að ríkisskuldabréf Argentínu séu í öðru sæti yfir verstu ríkisskuldabréfin til að fjárfesta í á heimsvísu. Argentína Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Seðlabanki Argentínu hafa hækkað stýrivexti þar í landi upp í 60 prósent og er ríkið með hæstu stýrivexti í heiminum eftir fimmtán prósentustiga hækkun. Markmið hækkunarinnar er að byggja upp traust á efnahagi Argentínu og tryggja gjaldmiðil landsins í sessi. Argentínski pesóinn lækkaði í virði um rúm tíu prósent í dag, þrátt fyrir aðgerðir seðlabankans og er það mesta lækkun gjaldmiðilsins frá 2015. Verðbólga í Argentínu er 30 prósent og það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu.Ríkisstjórn Argentínu hefur sömuleiðis leitað eftir hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og beðið um að 50 milljarða dala láni til ríkisins verði flýtt. Vonast var til að það myndi bæta ástandið. Argentína er hins vegar verulega skuldsett og skuldar mikið í dölum. Dalurinn hefur verið að styrkjast að undanförnu og er því erfiðara fyrir ríkið að greiða af skuldum sínum. Lánbeiðnin virðist þó ekki hafa hjálpað. Þess í stað hafa áhyggjur af því að Argentína geti ekki greitt skuldir sínar aukist meðal fjárfesta. Fjárfestar telja nú, samkvæmt miðlum ytra, að ríkisskuldabréf Argentínu séu í öðru sæti yfir verstu ríkisskuldabréfin til að fjárfesta í á heimsvísu.
Argentína Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent