„Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 09:00 Sara Björk Purkhús, Olga Helena Ólafsdóttir og Eyrún Anna Tryggvadóttir. Vísir/Vilhelm Vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir, Sara Björk Purkhús og Olga Helena Ólafsdóttir standa fyrir haustmarkaði netverslana sem haldin verður helgina 1. til 2. september í Víkingsheimilinu. Um er að ræða stærsta netverslanamarkað sem haldin hefur verið hér á landi. Um 70 netverslanir verða á staðnum og ætla margar þeirra að vera með tilboð í gangi. Þær reka sínar eigin netverslanir og vilja með þessu gefa fólki tækifæri til þess að skoða vörur verslana sem eingöngu eru á netinu. Sara Björk stofnaði netverslunina Purkhús árið 2017 og selur þar fallegar heimils- og gjafavörur. Olga Helena og Eyrún stofnuðu saman netverslunina Von verslun sem selur barnavörur og bókina Minningar, minningabók um fyrsta ár barnsins sem þær hönnuðu sjálfar. Stelpurnar hafa nú þegar staðið fyrir tveimur mörkuðum, jóla- og sumarmarkaði netverslana og er stefnan tekin á langstærsta markað sem haldin hefur verið á Íslandi, haustmarkað netverslana. „Stuttu eftir við opnuðum okkar netverslanir fórum við að skoða í kringum okkur hvort það væru einhverjir markaðir fyrir netverslanir til að kynna sig og sitt vöruútval, hitta viðskiptavini og leyfa þeim að sjá, snerta og prófa vörurnar. Eftir leit án árangurs ákváðum við að slá til sjálfar og halda okkar eigin markað fyrir netverslanir. Við stofnuðum hópinn „Eigendur netverslana á Íslandi“ á Facebook sem fer ört stækkandi og eru þar samankomnir stór hluti eigenda netverslana á Íslandi. Þar fer stór hluti skipulagningarinnar fram,“ segir Eyrún.Vinkonurnar segja að markaðirnir hafi farið fram úr þeirra væntingum. Vísir/VilhelmRöð út fyrir dyr Einnig er hægt að fylgjast með skipulagningu markaðanna hjá POP mörkuðum á Facebook en markaðirnir sem vinkonurnar standa fyrir eru haldnir undir því nafni. „Markaðirnir hafa farið langt fram úr okkar væntingum og hefur eftirspurnin verið mikil. Það hefur fyllst fljótt á alla markaðina og er mikill áhugi meðal fólks. Á síðasta markað mættu rúmlega 3500 manns og var röð út fyrir dyr. Núna eru enn fleiri netverslanir, meiri fjölbreytni og vonandi enn fleiri gestir. Á markaðinum verða yfir 60 netverslanir, þar á meðal eru heimils-, snyrti-, hár-, barna-, gjafavöru-, umhverfis- og íþróttaverslanir og ótal fleiri vörur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“Kynnast viðskiptavinum sínum Eyrún segir að vinkonurnar séu ótrúlega ánægðar með viðbrögðin og bíða spenntar eftir stóru markaðshelginni. „Markaður líkt og þessi gefur netverslunum kost á að kynnast öðrum netverslunum, koma sínum vörum á framfæri, kynnast núverandi viðskiptavinum og afla nýrra. Þannig það mætti segja að markaðurinn sé frábær leið til að markaðssetja sig og sína verslun. Margar netverslanir verða með góð tilboð og afslætti yfir helgina. Einnig verða matarvagnar á svæðinu og má áætla að stemningin verði góð bæði hjá eigendum og gestum.“ Markaðurinn er frá 11 til 16 bæði laugardaginn 1. september og sunnudaginn 2. september. Á Facebook-síðu viðburðarins má nálgast upplýsingar um þær netverslanir sem verða á staðnum. Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir, Sara Björk Purkhús og Olga Helena Ólafsdóttir standa fyrir haustmarkaði netverslana sem haldin verður helgina 1. til 2. september í Víkingsheimilinu. Um er að ræða stærsta netverslanamarkað sem haldin hefur verið hér á landi. Um 70 netverslanir verða á staðnum og ætla margar þeirra að vera með tilboð í gangi. Þær reka sínar eigin netverslanir og vilja með þessu gefa fólki tækifæri til þess að skoða vörur verslana sem eingöngu eru á netinu. Sara Björk stofnaði netverslunina Purkhús árið 2017 og selur þar fallegar heimils- og gjafavörur. Olga Helena og Eyrún stofnuðu saman netverslunina Von verslun sem selur barnavörur og bókina Minningar, minningabók um fyrsta ár barnsins sem þær hönnuðu sjálfar. Stelpurnar hafa nú þegar staðið fyrir tveimur mörkuðum, jóla- og sumarmarkaði netverslana og er stefnan tekin á langstærsta markað sem haldin hefur verið á Íslandi, haustmarkað netverslana. „Stuttu eftir við opnuðum okkar netverslanir fórum við að skoða í kringum okkur hvort það væru einhverjir markaðir fyrir netverslanir til að kynna sig og sitt vöruútval, hitta viðskiptavini og leyfa þeim að sjá, snerta og prófa vörurnar. Eftir leit án árangurs ákváðum við að slá til sjálfar og halda okkar eigin markað fyrir netverslanir. Við stofnuðum hópinn „Eigendur netverslana á Íslandi“ á Facebook sem fer ört stækkandi og eru þar samankomnir stór hluti eigenda netverslana á Íslandi. Þar fer stór hluti skipulagningarinnar fram,“ segir Eyrún.Vinkonurnar segja að markaðirnir hafi farið fram úr þeirra væntingum. Vísir/VilhelmRöð út fyrir dyr Einnig er hægt að fylgjast með skipulagningu markaðanna hjá POP mörkuðum á Facebook en markaðirnir sem vinkonurnar standa fyrir eru haldnir undir því nafni. „Markaðirnir hafa farið langt fram úr okkar væntingum og hefur eftirspurnin verið mikil. Það hefur fyllst fljótt á alla markaðina og er mikill áhugi meðal fólks. Á síðasta markað mættu rúmlega 3500 manns og var röð út fyrir dyr. Núna eru enn fleiri netverslanir, meiri fjölbreytni og vonandi enn fleiri gestir. Á markaðinum verða yfir 60 netverslanir, þar á meðal eru heimils-, snyrti-, hár-, barna-, gjafavöru-, umhverfis- og íþróttaverslanir og ótal fleiri vörur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“Kynnast viðskiptavinum sínum Eyrún segir að vinkonurnar séu ótrúlega ánægðar með viðbrögðin og bíða spenntar eftir stóru markaðshelginni. „Markaður líkt og þessi gefur netverslunum kost á að kynnast öðrum netverslunum, koma sínum vörum á framfæri, kynnast núverandi viðskiptavinum og afla nýrra. Þannig það mætti segja að markaðurinn sé frábær leið til að markaðssetja sig og sína verslun. Margar netverslanir verða með góð tilboð og afslætti yfir helgina. Einnig verða matarvagnar á svæðinu og má áætla að stemningin verði góð bæði hjá eigendum og gestum.“ Markaðurinn er frá 11 til 16 bæði laugardaginn 1. september og sunnudaginn 2. september. Á Facebook-síðu viðburðarins má nálgast upplýsingar um þær netverslanir sem verða á staðnum.
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira