Golf

Woods og Mickelson mætast í einvígi í Vegas

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það verður hart barist í Vegas í nóvember
Það verður hart barist í Vegas í nóvember Vísir/Getty

Stórstjörnurnar Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í golfeinvígi í Las Vegas í nóvember. Kapparnir berjast um 9 milljónir dollara.

Woods og Mickelson hafa verið ein stærstu nöfnin í golfheiminum um árabil og eiga samtals 19 risatitla. Þeir munu mætast á Shadow Creek golfvellinum í Las Vegas í lok nóvember.

Þetta einvígi er eitthvað sem hefur verið rætt í gegnum árin en verður loks að veruleika. Woods staðfesti einvígið á Twitter í nótt.


Kylfingarnir verða með hljóðnema á sér svo fólk fær að heyra hvað þeir segja sín á milli. Þrátt fyrir að viðburðurinn sé gerður til skemmtunar er ekki í boði að skipta verðlaunafénu, það verður leikið til þrautar.

Woods snéri aftur á golfvöllinn á þessu tímabili eftir að hafa misst af stærstum hluta síðustu tveggja ára vegna meiðsla. Hann hefur verið að spila mjög vel á PGA mótaröðinni og varð meðal annars jafn í sjötta sæti á Opna breska risamótinu fyrr í sumar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.