Viðskipti erlent

Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði

Andri Eysteinsson skrifar
Musk hafði fyrr í ágúst ætlað að taka fyrirtækið af almennum markaði.
Musk hafði fyrr í ágúst ætlað að taka fyrirtækið af almennum markaði. Vísir/EPA

 
Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. Færsluna má finna  hér og neðst í fréttinni.

Musk sem tilkynnti áform sín á Twitter þann 7.ágúst sagðist þá vera að íhuga að kaupa fyrirtækið fyrir 420 dali á hlut. Það var um fimmtungi hærra en verðmæti hlutabréfanna var og hefði kostað um 72 milljarða dala.

Nú hefur Musk snúist hugur og lýsir hann því yfir í færslunni að út frá þeim samtölum sem hann hefur átt við hluthafa og ráðgjafafyrirtæki, er honum ljóst að líklega sé það vænlegra að vera áfram á almennum hlutabréfamarkaði.

Það er ein tveggja ástæðna sem Musk segir að hafi sannfært sannfært hann um að taka ákvörðunina. Auk álits hluthafa segir Musk í færslunni að þó vitað hafi verið að áform hans hefðu orðið tímafrek, liti út fyrir að aðgerðirnar tæku enn lengri tíma en hann hafði gert sér í hugarlund.

Að taka Tesla af markaði  hafa truflandi áhrif á störf fyrirtækisins. Musk nefnir í færslunni að mikilvægast sé að  fyrirtækið að einbeiti sér að fullu að Tesla Model 3 bílnum og að því að gera rekstur Tesla sjálfbæran.


Tengdar fréttir

Musk segist hafa átt erfitt ár

Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð.

Musk íhugar að taka Tesla af markaði

Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.