Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. ágúst 2018 20:00 Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. Fjallað er um málið á vef Túrista, en fyrst var greint frá því um miðjan ágúst að WOW hygðist sækja sér aukið fjármagn með skuldabréfaútboði. Talsvert hefur verið fjallað um versnandi rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna, en um einn og hálfur mánuður er síðan hlutabréf Icelandair hríðféllu í verði eftir afkomuviðvörun sem birt var 8. júlí.Skýrari upplýsingar í viðbótargögnumÞá hafa sérfræðingar sagt ástæðu til að hafa áhyggjur af WOW Air, þó erfitt sé að segja til um horfur hjá félaginu vegna skorts á upplýsingum.Í gær var hins vegargreint frá tveimur aukasíðumsem bætt var við útboðskynningu WOW, en þar kemur m.a. fram að rekstur félagsins hafi verið réttu megin við núllið á seinni helmingi síðasta árs – þrátt fyrir tæplega 2,4 milljarða tap á árinu öllu, en þær upplýsingar hafa ekki komið fram áður.Í viðbótargögnunum koma hins vegar einnig fram upplýsingar um stöðu samkeppnisaðilans, sem virðast byggðar á röngum forsendum.Kostnaður Icelandair Group birtur, í stað IcelandairÞannig er einingakostnaður Icelandair sagður vera hátt í tvöfalt hærri en hjá WOW. Samkvæmt umfjöllun í dag virðist þessum tölum nú hafa verið eytt, enda hafi allur kostnaður Icelandair Group samstæðunnar, m.a. vegna rekstrar hótela og annarra atriða sem ekki tengjast millilandaflugi Icelandair, ranglega verið tekinn inn í jöfnuna. Úr varð hærri einingakostnaður Icelandair og meira bil milli félaganna en rétt er. Ekki fékkst viðtal við forsvarsmenn WOW vegna málsins, en í skriflegu svari segir m.a. að útreikningar séu byggðir á opinberum gögnum og jákvætt væri ef Icelandair birti betur sundurliðaðar upplýsingar. Þá komi skýrt fram í gögnunum að um Icelandair Group sé að ræða, og því ekki hægt að segja að tölurnar séu ekki réttar. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00 Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. Fjallað er um málið á vef Túrista, en fyrst var greint frá því um miðjan ágúst að WOW hygðist sækja sér aukið fjármagn með skuldabréfaútboði. Talsvert hefur verið fjallað um versnandi rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna, en um einn og hálfur mánuður er síðan hlutabréf Icelandair hríðféllu í verði eftir afkomuviðvörun sem birt var 8. júlí.Skýrari upplýsingar í viðbótargögnumÞá hafa sérfræðingar sagt ástæðu til að hafa áhyggjur af WOW Air, þó erfitt sé að segja til um horfur hjá félaginu vegna skorts á upplýsingum.Í gær var hins vegargreint frá tveimur aukasíðumsem bætt var við útboðskynningu WOW, en þar kemur m.a. fram að rekstur félagsins hafi verið réttu megin við núllið á seinni helmingi síðasta árs – þrátt fyrir tæplega 2,4 milljarða tap á árinu öllu, en þær upplýsingar hafa ekki komið fram áður.Í viðbótargögnunum koma hins vegar einnig fram upplýsingar um stöðu samkeppnisaðilans, sem virðast byggðar á röngum forsendum.Kostnaður Icelandair Group birtur, í stað IcelandairÞannig er einingakostnaður Icelandair sagður vera hátt í tvöfalt hærri en hjá WOW. Samkvæmt umfjöllun í dag virðist þessum tölum nú hafa verið eytt, enda hafi allur kostnaður Icelandair Group samstæðunnar, m.a. vegna rekstrar hótela og annarra atriða sem ekki tengjast millilandaflugi Icelandair, ranglega verið tekinn inn í jöfnuna. Úr varð hærri einingakostnaður Icelandair og meira bil milli félaganna en rétt er. Ekki fékkst viðtal við forsvarsmenn WOW vegna málsins, en í skriflegu svari segir m.a. að útreikningar séu byggðir á opinberum gögnum og jákvætt væri ef Icelandair birti betur sundurliðaðar upplýsingar. Þá komi skýrt fram í gögnunum að um Icelandair Group sé að ræða, og því ekki hægt að segja að tölurnar séu ekki réttar.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00 Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00
Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00
WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00