Formúla 1

Umdeildur öryggisbúnaður bjargaði ökuþór í Belgíu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hér sést bíll Alonso fljúga yfir bíl Leclerc í Belgíu í  gær.
Hér sést bíll Alonso fljúga yfir bíl Leclerc í Belgíu í gær. Vísir/Getty

Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. Átti atvikið sér stað stuttu eftir ræsingu við fyrstu beygju brautarinnar.

Fyrr á þessu ári var settur nýr öryggisbúnaður í bílanna sem kallaður er Halo og þykir umdeildur meðal ökuþóra. Heyrðist helst að hann skyggði á útsýni við akstur og að hann myndi ekki gera neitt gagn kæmi til áreksturs.

Hann virtist hinsvegar bjarga málunum í gær þegar hann kom í veg fyrir að bíllinn lenti að hluta til á Leclerc.

„Þessi öryggisbúnaður gerði svo sannarlega sitt gagn, það er engin leið að segja hvað hefði gerst ef þetta hefði ekki verið til staðar,“ sagði Leclerc feginn eftir að hann slapp óhultur úr atvikinu og tók Alonso í sama streng. „Þetta sannar hvaða gildi þetta hefur fyrir íþróttina, ekki að það hafi þurft til.“

Tók langan tíma að hreinsa brautina en keppni var svo ræst á ný og vann Sebastian Vettel öruggan sigur.

Fjögur ár eru liðin síðan Jules Bianchi lést eftir harðan árekstur í Japan en það var fyrsta dauðsfall ökuþórs í keppni í Formúlu 1 í tuttugu ár. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.