Mætti tárvotur í viðtal og óviss um framhaldið Aron Guðmundsson skrifar 23. september 2024 11:03 Daniel Ricciardo hefur að öllum líkindum tekið þátt í sínum síðasta Formúlu 1 kappakstri Vísir/Getty Singapúr kappaksturinn í gær er að öllum líkindum sá síðasti á Formúlu 1 ferli Ástralans Daniel Ricciardo, ökuþórs RB liðsins. Hann mætti tárvotur í viðtal eftir að hafa lent í 18.sæti í gær. Háværar sögusagnir eru uppi þess efnis að forráðamenn RB Liðsins ætli að gefa Liam Lawson tækifæri til þess að spreyta sig í síðustu keppnishelgum tímabilsins og þar með leysa af hólmi Daniel Ricciardo. „Ég verð bara að koma hreint út með það undanfarnar vikur hefur staða mín gagnvart liðinu bara verið þannig að við tökum þetta eina keppnishelgi í einu. Ég hefði að sjálfsögðu viljað að þessi keppnishelgi hefði farið betur,“ sagði Ricciardo í viðtali eftir keppni gærdagsins í Singapúr. „Það gekk ekki upp þannig ég þarf að vera viðbúinn því að þetta sé komið hjá mér.“ Danny Ric ❤️An emotional Daniel Ricciardo speaks after the #SingaporeGP pic.twitter.com/53hD09HZ4z— Formula 1 (@F1) September 22, 2024 Og átti Ricciardo þar við að kappaksturinn í Singapúr gæti hafa verið hans síðasti í Formúlu 1. „Þessi tímapunktur kemur á einhverjum tíma hjá okkur öllum.“ Ricciardo, sem á að baki feril hjá liðum á borð við Red Bull Racing og McLaren, sneri aftur í Formúlu 1 á síðasta ári með það sem makrmið að reyna vera sammkeppnishæfur og tryggja sér sæti hjá Red Bull Racing á nýjan leik. „Það hefur augljóslega ekki gengið eftir. Ég verð því að spyrja mig þeirrar spurningar: „Hvað annað get ég afrekað? Hver er gulrótin fyrir mig í þessu? Ég lagði mig fram. Þetta eru engin ævintýraleg endalok en ég verð einnig að horfa á ferðalag mitt til þessa. Rúm þrettán ár í mótaröðinni. Ég er stoltur.“ Akstursíþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Háværar sögusagnir eru uppi þess efnis að forráðamenn RB Liðsins ætli að gefa Liam Lawson tækifæri til þess að spreyta sig í síðustu keppnishelgum tímabilsins og þar með leysa af hólmi Daniel Ricciardo. „Ég verð bara að koma hreint út með það undanfarnar vikur hefur staða mín gagnvart liðinu bara verið þannig að við tökum þetta eina keppnishelgi í einu. Ég hefði að sjálfsögðu viljað að þessi keppnishelgi hefði farið betur,“ sagði Ricciardo í viðtali eftir keppni gærdagsins í Singapúr. „Það gekk ekki upp þannig ég þarf að vera viðbúinn því að þetta sé komið hjá mér.“ Danny Ric ❤️An emotional Daniel Ricciardo speaks after the #SingaporeGP pic.twitter.com/53hD09HZ4z— Formula 1 (@F1) September 22, 2024 Og átti Ricciardo þar við að kappaksturinn í Singapúr gæti hafa verið hans síðasti í Formúlu 1. „Þessi tímapunktur kemur á einhverjum tíma hjá okkur öllum.“ Ricciardo, sem á að baki feril hjá liðum á borð við Red Bull Racing og McLaren, sneri aftur í Formúlu 1 á síðasta ári með það sem makrmið að reyna vera sammkeppnishæfur og tryggja sér sæti hjá Red Bull Racing á nýjan leik. „Það hefur augljóslega ekki gengið eftir. Ég verð því að spyrja mig þeirrar spurningar: „Hvað annað get ég afrekað? Hver er gulrótin fyrir mig í þessu? Ég lagði mig fram. Þetta eru engin ævintýraleg endalok en ég verð einnig að horfa á ferðalag mitt til þessa. Rúm þrettán ár í mótaröðinni. Ég er stoltur.“
Akstursíþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira