Viðskipti innlent

Hagnaður Lex jókst um ríflega þriðjung

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Arnar Þór Stefánsson, einn eigenda Lex
Arnar Þór Stefánsson, einn eigenda Lex
Hagnaður Lex, einnar stærstu lögmannsstofu landsins, nam 225 milljónum á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi stofunnar, og jókst um 36 prósent frá fyrra ári þegar hann var 166 milljónir króna.

Rekstrartekjur lögmannsstofunnar námu liðlega 1.165 milljónum króna í fyrra og jukust um 10 prósent frá árinu 2016 þegar þær voru 1.051 milljón. Rekstrargjöldin voru ríflega 893 milljónir og hækkuðu um 57 milljónir króna á milli ára. Þar af námu laun og launatengd gjöld 665 milljónum króna, sem er 11 milljóna aukning frá fyrra ári, en 45 manns störfuðu á lögmannsstofunni á síðasta ári.

Í hópi eigenda Lex eru meðal annars hæstaréttarlögmennirnir Arnar Þór Stefánsson, Helgi Jóhannesson og Kristín Edwald.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×