Fótbolti

Sísí Lára búin að skrifa undir í Noregi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigríður Lára í úrslitum Borgunarbikarsins í fyrra
Sigríður Lára í úrslitum Borgunarbikarsins í fyrra vísir/ernir

Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur gengið frá samningum með norska liðið Lilleström. ÍBV greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag.

Fréttir bárust af því í gær að Sigríður Lára væri farin til Noregs að skoða aðstæður. Nú hafa félagsskipti hennar verið staðfest.

Landsliðskonan er uppalinn Vestmanneyjingur og hefur spilað með ÍBV allan sinn feril. Hún gerði samning við Lilleström út þetta ár.

Lilleström er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar með tólf stiga forskot á toppnum þegar átta umferðir eru eftir.

ÍBV er í 5. sæti Pepsi deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir af tímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.