Erlent

Liðsmönnum Pussy Riot sleppt

Atli Ísleifsson skrifar
Veronika Nikulshina var ein þeirra sem réðst inn á völlinn þegar úrslitaleikur Frakka og Króata fór fram í Moskvu um miðjan síðasta mánuð.
Veronika Nikulshina var ein þeirra sem réðst inn á völlinn þegar úrslitaleikur Frakka og Króata fór fram í Moskvu um miðjan síðasta mánuð. Vísir/AP

Fjórum liðsmönnum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sem ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM stóð yfir um miðjan síðasta mánuð hefur nú verið sleppt.

Í frétt Reuters  kemur fram að lögmaður þeirra segir þá hafa verið sleppt úr fangelsi í gær.

Eftir úrslitaleikinn lýsti sveitin yfir ábyrgð á uppátækinu sem hún sagði ætlað til að vekja athygli á skorti á tjáningarfrelsi í Rússlandi og spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Þeim Veronika Nikulshina, Olga Kurachyova, Pjotr Verzilov, og Olga Pakhtusova var gert að sitja inni í fimmtán daga og voru þær látnar dúsa í fangelsi í Moskvu.

Þær voru klæddar í lögreglubúningum þegar þær ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur Frakka og Króata stóð sem hæst.

Upphaflega átti að sleppa þeim úr fangelsi á mánudag en því var frestað til þriðjudagsins að sögn lögmanns þeirra, Nikolai Vasilyev. Hann segir ekki ljóst á þessari stundu hvort að þeim verði gerð frekari refsing vegna uppátæksins.


Tengdar fréttir

Pussy Riot-liðar handteknir strax aftur

Fjórir liðsmenn hópsins voru fangelsaðir í fimmtán daga fyrir að hlaupa inn á völlinn á úrslitaleik HM. Þeir voru handteknir aftur þegar þeir hugðust yfirgefa fangelsið í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.