Hærra verð forsenda þess að spá rætist Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. ágúst 2018 05:30 Icelandair Group skilaði 2,7 milljarða króna tapi á öðrum fjórðungi ársins. Spá félagsins um hækkandi meðalverð hefur ekki gengið eftir. Fréttablaðið/Pjetur Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir það ekki þýða fyrir stjórnendur Icelandair Group að bíða og vona að flugfargjöld hækki. Sú aðferðafræði hafi gengið sér til húðar. „Þeir virðast vera að reyna að velta við hverjum steini til þess að leita hagræðingar en markaðurinn virðist ekki vera sérstaklega sannfærður um að aðgerðir þeirra dugi til,“ nefnir Sveinn. „Fjárfestar virðast heldur telja að það verði hagstæðar ytri aðstæður, fremur en aðgerðir stjórnendanna, sem muni valda því að afkoman batni.“ Það sé stóri vandinn. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagðist á afkomufundi í fyrradag reikna með að fargjöld myndu fara upp á við. Olíuverð, sem er næststærsti kostnaðarliður félagsins, hefði enda hækkað um tugi prósenta undanfarið. „Það er mikil umræða um það á meðal stórra félaga sem starfa á Atlantshafinu að meðalfargjöld séu of lág,“ nefndi forstjórinn. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að svo virðist sem hærri fargjöld séu forsenda þess að afkomuspá stjórnenda ferðaþjónustufélagsins fyrir árið rætist.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir merki um að sambandið til skamms tíma á milli verðbreytinga á olíu og flugmiðum sé ekki eins sterkt og áður. Aukin samkeppni komi þar til. Harðari samkeppnismarkaður geri flugfélögum erfiðara fyrir að bregðast hratt við hækkunum á olíuverði. „Það vill væntanlega ekkert flugfélag verða fyrst – á hörðum samkeppnismarkaði – til þess að hækka verð til þess að bregðast við olíuverðshækkunum og missa þannig markaðshlutdeild á meðan önnur félög þreyja þorrann. Þetta var einfaldara mál þegar aðeins tvö flugfélög báru hitann og þungann af farþegaflutningum til og frá landinu.“ Engu að síður segir Jón Bjarki að til lengri tíma sé enn skýr fylgni milli þróunar olíuverðs og fargjalda, eins og hún birtist í vísitölu neysluverðs. Áhrifin séu umtalsverð og komi að jafnaði í gegn á nokkrum mánuðum. Sveinn segir að ef olíuverð haldist áfram hátt sé afar líklegt að flugfargjöld muni á endanum hækka. Hve miklar hækkanirnar verði og hvort þær dugi til þess að bæta afkomu Icelandair Group sé hins vegar annað mál. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Stöðva rekstur Vélfags Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Að byrja að vinna á ný í sorg „Lafufu“ geti verið hættuleg Sjá meira
Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir það ekki þýða fyrir stjórnendur Icelandair Group að bíða og vona að flugfargjöld hækki. Sú aðferðafræði hafi gengið sér til húðar. „Þeir virðast vera að reyna að velta við hverjum steini til þess að leita hagræðingar en markaðurinn virðist ekki vera sérstaklega sannfærður um að aðgerðir þeirra dugi til,“ nefnir Sveinn. „Fjárfestar virðast heldur telja að það verði hagstæðar ytri aðstæður, fremur en aðgerðir stjórnendanna, sem muni valda því að afkoman batni.“ Það sé stóri vandinn. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagðist á afkomufundi í fyrradag reikna með að fargjöld myndu fara upp á við. Olíuverð, sem er næststærsti kostnaðarliður félagsins, hefði enda hækkað um tugi prósenta undanfarið. „Það er mikil umræða um það á meðal stórra félaga sem starfa á Atlantshafinu að meðalfargjöld séu of lág,“ nefndi forstjórinn. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að svo virðist sem hærri fargjöld séu forsenda þess að afkomuspá stjórnenda ferðaþjónustufélagsins fyrir árið rætist.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir merki um að sambandið til skamms tíma á milli verðbreytinga á olíu og flugmiðum sé ekki eins sterkt og áður. Aukin samkeppni komi þar til. Harðari samkeppnismarkaður geri flugfélögum erfiðara fyrir að bregðast hratt við hækkunum á olíuverði. „Það vill væntanlega ekkert flugfélag verða fyrst – á hörðum samkeppnismarkaði – til þess að hækka verð til þess að bregðast við olíuverðshækkunum og missa þannig markaðshlutdeild á meðan önnur félög þreyja þorrann. Þetta var einfaldara mál þegar aðeins tvö flugfélög báru hitann og þungann af farþegaflutningum til og frá landinu.“ Engu að síður segir Jón Bjarki að til lengri tíma sé enn skýr fylgni milli þróunar olíuverðs og fargjalda, eins og hún birtist í vísitölu neysluverðs. Áhrifin séu umtalsverð og komi að jafnaði í gegn á nokkrum mánuðum. Sveinn segir að ef olíuverð haldist áfram hátt sé afar líklegt að flugfargjöld muni á endanum hækka. Hve miklar hækkanirnar verði og hvort þær dugi til þess að bæta afkomu Icelandair Group sé hins vegar annað mál.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Stöðva rekstur Vélfags Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Að byrja að vinna á ný í sorg „Lafufu“ geti verið hættuleg Sjá meira