Hærra verð forsenda þess að spá rætist Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. ágúst 2018 05:30 Icelandair Group skilaði 2,7 milljarða króna tapi á öðrum fjórðungi ársins. Spá félagsins um hækkandi meðalverð hefur ekki gengið eftir. Fréttablaðið/Pjetur Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir það ekki þýða fyrir stjórnendur Icelandair Group að bíða og vona að flugfargjöld hækki. Sú aðferðafræði hafi gengið sér til húðar. „Þeir virðast vera að reyna að velta við hverjum steini til þess að leita hagræðingar en markaðurinn virðist ekki vera sérstaklega sannfærður um að aðgerðir þeirra dugi til,“ nefnir Sveinn. „Fjárfestar virðast heldur telja að það verði hagstæðar ytri aðstæður, fremur en aðgerðir stjórnendanna, sem muni valda því að afkoman batni.“ Það sé stóri vandinn. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagðist á afkomufundi í fyrradag reikna með að fargjöld myndu fara upp á við. Olíuverð, sem er næststærsti kostnaðarliður félagsins, hefði enda hækkað um tugi prósenta undanfarið. „Það er mikil umræða um það á meðal stórra félaga sem starfa á Atlantshafinu að meðalfargjöld séu of lág,“ nefndi forstjórinn. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að svo virðist sem hærri fargjöld séu forsenda þess að afkomuspá stjórnenda ferðaþjónustufélagsins fyrir árið rætist.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir merki um að sambandið til skamms tíma á milli verðbreytinga á olíu og flugmiðum sé ekki eins sterkt og áður. Aukin samkeppni komi þar til. Harðari samkeppnismarkaður geri flugfélögum erfiðara fyrir að bregðast hratt við hækkunum á olíuverði. „Það vill væntanlega ekkert flugfélag verða fyrst – á hörðum samkeppnismarkaði – til þess að hækka verð til þess að bregðast við olíuverðshækkunum og missa þannig markaðshlutdeild á meðan önnur félög þreyja þorrann. Þetta var einfaldara mál þegar aðeins tvö flugfélög báru hitann og þungann af farþegaflutningum til og frá landinu.“ Engu að síður segir Jón Bjarki að til lengri tíma sé enn skýr fylgni milli þróunar olíuverðs og fargjalda, eins og hún birtist í vísitölu neysluverðs. Áhrifin séu umtalsverð og komi að jafnaði í gegn á nokkrum mánuðum. Sveinn segir að ef olíuverð haldist áfram hátt sé afar líklegt að flugfargjöld muni á endanum hækka. Hve miklar hækkanirnar verði og hvort þær dugi til þess að bæta afkomu Icelandair Group sé hins vegar annað mál. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Vara við eggjum í kleinuhringjum Gengi Novo Nordisk steypist niður Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Sjá meira
Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir það ekki þýða fyrir stjórnendur Icelandair Group að bíða og vona að flugfargjöld hækki. Sú aðferðafræði hafi gengið sér til húðar. „Þeir virðast vera að reyna að velta við hverjum steini til þess að leita hagræðingar en markaðurinn virðist ekki vera sérstaklega sannfærður um að aðgerðir þeirra dugi til,“ nefnir Sveinn. „Fjárfestar virðast heldur telja að það verði hagstæðar ytri aðstæður, fremur en aðgerðir stjórnendanna, sem muni valda því að afkoman batni.“ Það sé stóri vandinn. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagðist á afkomufundi í fyrradag reikna með að fargjöld myndu fara upp á við. Olíuverð, sem er næststærsti kostnaðarliður félagsins, hefði enda hækkað um tugi prósenta undanfarið. „Það er mikil umræða um það á meðal stórra félaga sem starfa á Atlantshafinu að meðalfargjöld séu of lág,“ nefndi forstjórinn. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að svo virðist sem hærri fargjöld séu forsenda þess að afkomuspá stjórnenda ferðaþjónustufélagsins fyrir árið rætist.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir merki um að sambandið til skamms tíma á milli verðbreytinga á olíu og flugmiðum sé ekki eins sterkt og áður. Aukin samkeppni komi þar til. Harðari samkeppnismarkaður geri flugfélögum erfiðara fyrir að bregðast hratt við hækkunum á olíuverði. „Það vill væntanlega ekkert flugfélag verða fyrst – á hörðum samkeppnismarkaði – til þess að hækka verð til þess að bregðast við olíuverðshækkunum og missa þannig markaðshlutdeild á meðan önnur félög þreyja þorrann. Þetta var einfaldara mál þegar aðeins tvö flugfélög báru hitann og þungann af farþegaflutningum til og frá landinu.“ Engu að síður segir Jón Bjarki að til lengri tíma sé enn skýr fylgni milli þróunar olíuverðs og fargjalda, eins og hún birtist í vísitölu neysluverðs. Áhrifin séu umtalsverð og komi að jafnaði í gegn á nokkrum mánuðum. Sveinn segir að ef olíuverð haldist áfram hátt sé afar líklegt að flugfargjöld muni á endanum hækka. Hve miklar hækkanirnar verði og hvort þær dugi til þess að bæta afkomu Icelandair Group sé hins vegar annað mál.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Vara við eggjum í kleinuhringjum Gengi Novo Nordisk steypist niður Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Sjá meira