Viðskipti innlent

66°Norður og Ganni í samstarf

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrjár af flíkunum fjórum.
Þrjár af flíkunum fjórum.

Fyrirtækið 66°Norður og danska kvenfatamerkið Ganni kynntu samstarf sitt á tískuvikunni í Kaupmannahöfn nú í kvöld. Fjórar flíkur sem fyrirtækin hafa hannað í sameiningu voru sýndar og fara þær í sölu vorið 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Flíkurnar voru sýndar á tískusýningu Ganni og spiluðu þar stórt hlutverk en sýningin var opnuð með jakka úr samstarfinu sem er útfærsla af einum klassískasta jakka 66°Norður, Kría jakkanum, sem kom fyrst á markað upp úr 1990. Flíkurnar fjórar í samstarfslínu fyrirtækjanna samanstanda af tveimur tæknilegum útivistarjökkum, regnjakka og vesti.

Í áðurnefndri tilkynningu segir að hönnunarteymi 66°Norður og Ganni hafi unnið saman að línunni og var innblástur hennar sóttur í vörulínu og sögu 66°Norður. Allar vörurnar eiga það sameiginlegt að vera úr tæknilegum efnum og framleiddar í verksmiðjum 66°Norður.

Ganni hefur getið sér gott orð undanfarin ár og er orðið eitt stærsta sinnar tegundar í Danmörku. Vörur þeirra má finna í yfir 400 verslunum um allan heim og er merkið orðið áberandi á samfélagsmiðlum en þar hefur m.a. Beyonce Knowles sést í kjól frá merkinu.

@beyonce in Wilkie Seersucker Wrap Dress #ganni #gannigirls

A post shared by GANNI (@ganni) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.