Viðskipti innlent

66°Norður og Ganni í samstarf

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrjár af flíkunum fjórum.
Þrjár af flíkunum fjórum.
Fyrirtækið 66°Norður og danska kvenfatamerkið Ganni kynntu samstarf sitt á tískuvikunni í Kaupmannahöfn nú í kvöld. Fjórar flíkur sem fyrirtækin hafa hannað í sameiningu voru sýndar og fara þær í sölu vorið 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Flíkurnar voru sýndar á tískusýningu Ganni og spiluðu þar stórt hlutverk en sýningin var opnuð með jakka úr samstarfinu sem er útfærsla af einum klassískasta jakka 66°Norður, Kría jakkanum, sem kom fyrst á markað upp úr 1990. Flíkurnar fjórar í samstarfslínu fyrirtækjanna samanstanda af tveimur tæknilegum útivistarjökkum, regnjakka og vesti.

Í áðurnefndri tilkynningu segir að hönnunarteymi 66°Norður og Ganni hafi unnið saman að línunni og var innblástur hennar sóttur í vörulínu og sögu 66°Norður. Allar vörurnar eiga það sameiginlegt að vera úr tæknilegum efnum og framleiddar í verksmiðjum 66°Norður.

Ganni hefur getið sér gott orð undanfarin ár og er orðið eitt stærsta sinnar tegundar í Danmörku. Vörur þeirra má finna í yfir 400 verslunum um allan heim og er merkið orðið áberandi á samfélagsmiðlum en þar hefur m.a. Beyonce Knowles sést í kjól frá merkinu.

@beyonce in Wilkie Seersucker Wrap Dress #ganni #gannigirls

A post shared by GANNI (@ganni) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×