Viðskipti erlent

Ákærð fyrir að ljúga til um gæði stáls

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fyrirtækið hefur beðist afsökunar á blekkingarleiknum.
Fyrirtækið hefur beðist afsökunar á blekkingarleiknum. Vísir/Getty

Japanska stálframleiðslufyrirtækið Kobe Steel hefur verið ákært fyrir brot á samkeppnislögum.
Forsvarsmenn fyrirtækisins játuðu að logið hafði verið til um styrk og gæði vara sem seldar voru til hundruð vðiskiptavina.

Kobe Steel er þriðji stærsti stálframleiðandi Japans og sér ýmsum bíla- og flugvélaframleiðendum fyrir efni. Stórfyrirtæki líkt og Boeing, Toyota og General Motors hafa rannsakað hvort ófullnægjandi efni hafi verið notuð við framleiðslu hjá þeim en ekki hefur enn verið tilkynnt um slíkt.

Í yfirlýsingu sem Kobe Steel sendi frá sér í gær biðst fyrirtækið afsökunar á blekkingarleiknum. Búið er að afhjúpa 688 tilfelli þar sem augljóst þykir að brögð hafi verið í tafli. Tilfellin eru sögð hafa sýnt fram á hvernig starfsmenn fyrirtækisins breyttu eða skálduðu upplýsingar um gæði varanna sem Kobe Steel seldi til fjölþjóðlegra viðskiptavina sinna.

Framkvæmdastjóri Kobe Steel hefur sagt af sér vegna málsins og málsóknir gegn fyrirtækinu eru í undibúningi í Bandaríkjunum og Kanada.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.